Suðurbæjarlaug opnar á ný

Fréttir

Suðurbæjarlaug opnar á ný eftir viðhaldsaðgerðir þriðjudaginn 16.ágúst. Fyrst um sinn verða ákveðnar takmarkanir á útisvæði vegna nýframkvæmda við laugina. 

Suðurbæjarlaug opnar á ný eftir umfangsmiklar viðhaldsaðgerðir þriðjudaginn 16. ágúst

Fyrst um sinn verða ákveðnar takmarkanir á útisvæði vegna nýframkvæmda við laugina. Opið verður í inni- og útilaug ásamt þremur heitum pottum, en lokað í útiklefa, rennibrautir og vaðlaug (sk. svepp). Opnunartíma laugarinnar er sami og áður eða frá kl. 6:30-22 mánudaga – fimmtudaga, frá kl. 6:30-20 á föstudögum, 8-18 á laugardögum og 8-17 á sunnudögum.

Gym Heilsa líkamsrækt í Suðurbæjarlaug opnaði á ný eftir viðhaldsaðgerðir fimmtudaginn 11.ágúst. á sama tíma opnuðu gufubaðsklefar karla og kvenna. Í þessum fasa framkvæmda við Suðurbæjarlaug hefur áhersla verið lögð á viðgerðir á útisvæði (laugum) og viðgerðir á þaki.   

Upplýsingar um opnunartíma sundstaða í Hafnarfirði 

Ábendingagátt