Suðurbæjarlaug opnar 20. ágúst

Fréttir

Þessa dagana er Suðurbæjarlaug lokuð vegna viðhalds, þrifa og endurbóta á útiklefum, pottum, flísum, bekkjum, grindverki og veggjum. Framkvæmdirnar munu bæta upplifun og aðstöðu gesta til muna.

Þessa dagana er Suðurbæjarlaug lokuð vegna viðhalds, þrifa og endurbóta á útiklefum, pottum, flísum, bekkjum, grindverki og veggjum . Til stóð að opna laugina n.k. miðvikudag en nú liggur fyrir að seinka þarf opnun til laugardagsins 20. ágúst.  

Umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir hafa átt sér stað  í Suðurbæjarlaug síðustu daga. Útibúningsklefar hafa verið teknir í gegn, verið er að mála útipotta, unnið er að viðgerð og málun á þaki hússins, skipt hefur verið um gólfefni á nokkrum stöðum og annað gólfefni lagað. Víða hafa veggir, bekkir og tréverk verið málað og skemmdir vegna leka og raka lagaðar. Þegar vatn var tekið af rennibraut kom í ljós óvenjumikið slit sem kallar á viðgerð en plasthúðin undir vatnsyfirborðinu var að eyðast upp. Rigning síðustu daga hefur tafið verkið utanhúss og veldur því að  ekki er unnt að opna á þeim tíma sem ráðgerður var.  

Allar þessar framkvæmdir munu verða til þess að bæta upplifun og aðstöðu gesta til muna. 

Takk fyrir sýnda biðlund og skilning.

Ábendingagátt