Suðurgata 40 – lóð fyrir nýbyggingu eða flutningshús

Fréttir

Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa til úthlutunar lóð fyrir nýbyggingu eða flutningshús að Suðurgötu 40. Um er að ræða einbýlishúsalóð og er lóðarverð lágmarksverð einbýlishúsalóða. Bæði einstaklingar og lögaðilar geta sótt um.

Lóð fyrir flutningshús eða nýbyggingu – Suðurgata 40

Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa til úthlutunar lóð fyrir nýbyggingu eða flutningshús að Suðurgötu 40. Um er að ræða einbýlishúsalóð og er lóðarverð lágmarksverð einbýlishúsalóða. Bæði einstaklingar og lögaðilar geta sótt um. Ef sótt er um lóðina fyrir flutningshús skulu umsækjendur skila ítarlegri greinargerð um það hús sem fyrirhugað er að flytja á lóðina og framkvæmdina að öðru leyti.

Helstu upplýsingar

  • Stærð lóðar er 313,2 m²
  • Hámarksbyggingarmagn á lóð er 160 m²
  • Hús skal vera staðsett innan byggingarreits og er hámarksgrunnflötur 56 m²
  • Hámarks nýtingarhlutfall á lóð er 0,5
  • Hámarksvegghæð frá gólfkóta við götu er 3,50 m
  • Þakhalli er 35°- 45°
  • Lengd kvista má samanlagt ekki vera nema 50% af lengd langveggjar
  • Verð er lágmarksverð einbýlishúsalóða, kr. 13.432.820.- m/v byggingarvísitölu í jan 2020
  • Hús þarf að uppfylla skilmála deiliskipulags

Gert er ráð fyrir staðgreiðslu lóðar 45 dögum eftir samþykkt bæjarstjórnar um úthlutun

Nánari skilmálar og upplýsingar vegna lóðar

Umsókn um flutningshús

Skila þarf inn með umsókn um flutningshús greinargerð um það hús sem flytja skal á lóðina og mun skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar meta umsóknirnar með tilliti til skipulagssjónarmiða. Fylgiskjöl með umsókn skulu innihalda:

  • Greinargerð um það hús sem flytja skal á lóðina
  • Myndir af húsi, innan og utan
  • Upplýsingar um aldur
  • Upplýsingar um stærð grunnflatar
  • Upplýsingar um núverandi staðsetningu
  • Teikningar auk byggingarsögu ef til eru

Umsóknarfrestur og afgreiðsla

Umsóknum skal skilað í gegnum MÍNAR SÍÐUR í síðasta lagi fyrir lok dags föstudagsins 14. febrúar 2020. ATH: Ef fleiri en ein umsókn berst sem uppfylla skilyrði til úthlutunar og/eða vegna flutningshús, sem skipulagsfulltrúi metur gilda, verður dregið á milli umsækjanda. Ráðgert er að taka umsóknir til afgreiðslu á fundi bæjarráðs 27. febrúar 2020. Umsóknareyðublað er að finna undir: Umsóknir – Framkvæmd og skipulag – Lóðarumsókn íbúðahúsnæði

 

Ábendingagátt