Sumardagurinn fyrsti

Fréttir

það verður mikið um að vera á Sumardaginn fyrsta – kynntu þér dagskrána hér á vefnum.

Fimmtudagur  23. apríl –

8-17 Ókeypis í sund í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug.  Opið frá kl. 8-17.  

11 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Keppt er í 7 aldursflokkum.

11-17 Opið í Byggðasafninu. Ókeypis aðgangur.

12-21 Opið í Hafnarborg. Ókeypis aðgangur.

12-17. Íshús Hafnarfjarðar, Strandgata 90. Við kynnum til sögunnar Pop-up verzlun Íshúss Hafnarfjarðar. Verið hjartanlega velkomin.

13 Skátamessa í Víðistaðakirkju. 

13:45 Skrúðganga frá Víðistaðakirkju sem endar í miðbæ Hafnarfjarðar.

14-16 Fjölskyldudagskrá á Thorsplani í umsjá Hraunbúa.  Lúðrasveit, Kór Flensborgarskólans, söngleikur Víðistaðaskóla, Laddi og Zumba.  Fögnum sumri saman.

15 Bjartmar á Björtum dögum.  Opnun á málverkasýningu  Bjartmars Guðlaugssonar „Hljómsveit hússins“  í anddyri Bæjarbíós.     Sýningin verður í Bæjarbíói á til og með 26. apríl. Opið frá 13-17 og aðgangur ókeypis.

Tónlistarmaðurinn og listmálarinn Bjartmar Guðlaugsson verður á Björtum dögum í Hafnarfirði. 

Sýningin verður í anddyri Bæjarbíós við Strandgötu og auðvitað eru allir velkomnir.

Myndlistarferill Bjartmars hófst í æsku í Myndlistarskóla Vestmannaeyja hjá Páli Steingrímssyni, Magnúsi Á. Árnasyni, Þórði Ben Sveinssyni og Sigurfinni Sigurfinnssyni frá Fagradal. Bjartmar stundaði myndlistarnám í Odense, Danmörku hjá Bendt Veber rektor í Det Fynske kunstakademi árin 1992-1997, rak þar vinnustofu og tók þátt í dönsku myndlistarlífi með fjölda sýninga.  Árið 2011 gaf Bjartmar út bókina “Háseta vantar á bát“ í tilefni Hátíðar hafsins með ljóðum, örsögum og myndum.   Bjartmar hefur sýnt víða um land en síðast sýndi hann á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum 2013.

17 Bæjarmynd á Björtum dögum – opnun í Hafnarborg.  Á sumardaginn fyrsta sýnum við Hafnarfjörð í fallegum búningi þeirra Snorra Þórs Tryggvasonar og Péturs Stefánssonar. Þeir eru höfundar afar vandaðs handteiknaðs korts af miðbæ Hafnarfjarðar.  Kortið sýnir hús, gróður og landslag í bænum.  Það samanstendur af 30 vatnslituðum myndum sem unnar voru á sex mánaða tímabili. Þessar upprunalegu vatnslitamyndir verða nú til sýnis og sölu í safnverslun Hafnarborgar í samstarfi við Spark, hönnunargallerí frá 23. apríl – 18. júní. 

Opið í Hafnarborg frá kl 12.00 – 21.00. Ókeypis aðgangur. Tvær sýningar standa yfir.

Ábendingagátt