Sumarhátíð á Víðistaðatúni

Fréttir

Sumarhátíð verður haldin á Víðistaðatúni á morgun fyrir börn og unglinga sem tekið hafa þátt í sumarstarfi í Hafnarfirði það sem af er sumri. Risarennibraut, þrautir og leikir í boði fyrir alla áhugasama.

Þriðjudaginn 5. júlí milli kl. 13 og 16 verður sumarhátíð haldin á Víðistaðatúni fyrir börn og unglinga sem tekið hafa þátt í sumarstarfi í Hafnarfirði það sem af er sumri.  Hægt verður að leika sér m.a. í risarennibraut auk þess sem bryddað verður upp á hinum ýmsum þrautum og leikjum.  Heitt verður á kolunum og boðið upp á grillaðar pylsur.

Allir velkomnir!  

Ábendingagátt