Sumarið hefst HEIMA í Hafnarfirði

Fréttir

Menningar- og þátttökuhátíðin Bjartir dagar hefst í Hafnarfirði á morgun, síðasta vetrardag. Hátíðin hefst á því að nemendur í þriðja bekk syngja inn sumarið á Thorsplani, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar verður útnefndur kl. 17 í Hafnarborg og styrkir til viðburða og menningarstarfsemi veittir samhliða. Hlýlega tónlistarhátíðin HEIMA verður haldin í sjöunda sinn síðasta vetrardag. HEIMA hátíðin hefur fest sig í sessi sem einstök tónlistarhátíð sem býður upp á öðruvísi upplifun og meiri nánd en tónleikagestir sem og listamenn eiga að venjast. Þrettán fjölskyldur opna heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar og taka hlýlega og fagnandi á móti tónlistarfólki og gestum hátíðar.

Hafnfirðingar taka fagnandi á móti sumri með fyrstu og lengstu bæjarhátíð ársins

Menningar- og þátttökuhátíðin Bjartir dagar hefst í Hafnarfirði á morgun, síðasta vetrardag. Hátíðin hefst á því að nemendur í þriðja bekk syngja inn sumarið á Thorsplani, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar verður útnefndur kl. 17 í Hafnarborg og styrkir til viðburða og menningarstarfsemi veittir samhliða. Hlýlega tónlistarhátíðin HEIMA verður haldin í sjöunda sinn síðasta vetrardag. HEIMA hátíðin hefur fest sig í sessi sem einstök tónlistarhátíð sem býður upp á öðruvísi upplifun og meiri nánd en tónleikagestir sem og listamenn eiga að venjast. Þrettán fjölskyldur opna heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar og taka hlýlega og fagnandi á móti tónlistarfólki og gestum hátíðar. 

Sumri fagnað með fjölbreyttum hátíðarhöldum

Bjartir dagar er þátttökuhátíð og byggir á því að stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar taki þátt í að skapa viðburði um allan bæ sem tengjast hátíðinni eða taki þátt í þeim dagskrárliðum sem aðrir skipuleggja. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og unglinga enda er Sumardagurinn fyrsti hluti af hátíðarhöldunum. Sumardeginum fyrsta verður fagnað með fjölbreyttum hátíðarhöldum um allan Hafnarfjörð s.s. fuglaskoðun í Höfðaskógi, Víðavangshlaupi í hjarta Hafnarfjarðar, hátíð í Lífsgæðasetri St. Jó, alþjóðlegri söngstund og perlukóðun, skátamessu og skrúðgöngu. 

IMG_1419_1650405486472

Gakktu í bæinn á föstudagskvöld

Kraftur og gróska í listalífinu í Hafnarfirði hefur meðal annars endurspeglast í viðburðinum Gakktu í bæinn þegar listamenn, hönnuðir og handverksfólk á svæðinu frá smábátahöfninni að miðbæ Hafnarfjarðar opna vinnustofur sínar og bjóða gesti og gangandi velkomna í heimsókn. Þá verða einhverjar verslanir í miðbænum opnar fram á kvöld og tilvalið að versla einstaka hönnun í hjarta Hafnarfjarðar. Ýmsir tónlistarviðburðir skipa stóran sess í dagskrá Bjartra daga í ár líkt og fyrri ár. Tónlistarmenn, íþróttafélög og ýmis félagasamtök standa að fjölbreyttum viðburðum og menningarstofnanir bæjarins bjóða upp á skemmtilega dagskrá.

Bjartir-dagar-Gakktu-i-baeinn-listamenn-035_resize

Dagskrá Bjartra daga 2022

Ábendingagátt