Sumarið nálgast – loft komið í alla ærslabelgina
Allt kapp var lagt á að koma öllum ærslabelgjum heilsubæjarins Hafnarfjarðar í stand fyrir helgina enda skín sólin. Allir fimm belgir bæjarins eiga nú að vera fullir af lofti frá kl. 9-22 alla daga. Munum að ærlsabelgirnir eru sameign okkar allra, göngum vel og skemmtum okkur fallega.
Forskot á hoppandi sumarsælu
Allt kapp var lagt á að koma öllum ærslabelgjum heilsubæjarins Hafnarfjarðar í stand fyrir helgina enda skín sólin. Allir fimm belgir bæjarins eiga nú að vera fullir af lofti frá kl. 9-22 alla daga. Munum að ærlsabelgirnir eru sameign okkar allra, göngum vel og skemmtum okkur fallega.
Fimm ærslabelgir í Hafnarfirði
Fimm ærslabelgir hafa litið dagsins ljós og risið allt frá ákvörðun bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um kaup og uppsetningu á þeim fyrsta vorið 2019. Til stendur að setja upp og opna tvo nýja ærslabelgi sumarið 2025, einn á Hörðuvöllum og annan á Holtinu. í dag eru ærslabelgir á þessum stöðum:
- Ærslabelgur á Víðistaðatúni
- Ærslabegur á Óla Run túni
- Ærslabelgur í Setbergi
- Ærslabelgur við Hraunvallaskóla
- Ærslabelgur í Áslandi
Á kortavef Hafnarfjarðarbæjar undir þjónusta og afþreying má sjá upplýsingar um nákvæma staðsetningu ærslabelganna í Hafnarfirði.
Hvenær má hoppa?
Ærslabelgirnir eru tímastilltir og opnir frá kl. 9-22 alla daga vikunnar yfir sumartímann og frá kl. 9-18 vor og haust þar til frysta tekur og veturinn færist yfir. Ærslabelgirnir eru loftlausir yfir frostmánuðina. Allir „hopparar“ eru vinsamlegast beðnir um að skemmta sér kostulega en fara á sama tíma varlega og eftir þeim reglum sem gilda.