Sumarlestur 2022 hefst 1. júní

Fréttir

Sumarlestur Bókasafns Hafnarfjarðar hefst að venju þann 1. júní og stendur til 3. september, en þá verður fagnað rækilega með uppskeruhátíð!

Sumarlestur Bókasafns Hafnarfjarðar hefst að venju þann 1. júní og stendur til 3. september, en þá verður fagnað rækilega með uppskeruhátíð! 

Velkomin til þátttöku í sumarlestri Bókasafns Hafnarfjarðar 

Sem fyrr verður hægt að skrá sig í sumarlesturinn bæði á bókasafninu sjálfu og rafrænt, lestrarhestur vikunnar verður dreginn út allt tímabilið og efni sent í alla grunnskóla til að hvetja til þátttöku. Hægt er að nálgast bæði lestrardagbækur sem og umsagnarmiða fyrir lestrarhest vikunnar á pólsku og íslensku. Litli lestrarlemúrinn stendur með þátttakendum og hlakkar til að taka á móti þeim á bókasafninu í sumar. 

Sumarlestur2022

Rafræn skráning í sumarlestur 2022 

Engar áhyggjur- þó veðrið sé ekki alltaf gott á Íslandi er hægt að opna bók og koma sér í Hvergiland, Múmíndal, Rofadal eða Undraland. 

Það er ævintýrlegt sumar framundan – sama hvernig viðrar! 

Ábendingagátt