Sumaropnun í Suðurbæjarlaug frá og með sunnudegi

Fréttir

Sumaropnun tekur gildi í Suðurbæjarlaug frá og með sunnudeginum 20. júní. Í sumar verður laugin opin til kl. 22 alla virka daga og til kl. 21 á sunnudögum í stað kl. 17. Óbreyttur opnunartími verður á laugardögum eða til kl. 18. 

Sumaropnun tekur gildi í Suðurbæjarlaug frá og með sunnudeginum 20. júní.  Í sumar verður laugin opin til kl. 22 alla virka daga og til kl. 21 á sunnudögum í stað kl. 17. Óbreyttur opnunartími verður á laugardögum eða til kl. 18.

Aukin opnun í takti við aðsókn og eftirspurn

Nýr opnunartími í Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar tekur gildi sunnudaginn 20. júní og gildir til og með sunnudeginum 8. ágúst.  Þannig verður laugin frá og með nk. sunnudegi til og með sunnudeginum 8. ágúst opin frá kl. 6:30 – 22 alla virka daga nema föstudaga þegar opið er til 20, frá kl. 8-18 á laugardögum og 8-21 á sunnudögum. Aukið aðgengi að sundlaugum er á meðal þess sem lögð er áhersla á í nýlegri Heilsustefnu Hafnarfjarðar og aðgerðaráætlun hennar.

Allar upplýsingar um sundlaugar Hafnarfjarðar er að finna HÉR

Ábendingagátt