Sumarsöngur og leikskólalist

Fréttir

Rúmlega 400 nemendur í 3. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar gerðu heiðarlega tilraun til að syngja inn sumarið í morgunsárið nú á síðasta vetrardegi. Samhliða voru Bjartir dagar í Hafnarfirði settir formlega en menningarhátíðin og jafnframt fyrsta bæjarhátíð sumarsins stendur yfir þar til á sunnudag. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og unglinga í Björtum dögum og er Sumardagurinn fyrsti stór hluti af hátíðarhöldunum.

Rúmlega 400 nemendur í
3. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar gerðu heiðarlega tilraun til að syngja inn
sumarið í morgunsárið nú á síðasta vetrardegi. Samhliða voru Bjartir dagar í
Hafnarfirði settir formlega en menningarhátíðin og jafnframt fyrsta bæjarhátíð
sumarsins stendur yfir þar til á sunnudag. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku
barna og unglinga í Björtum dögum og er Sumardagurinn fyrsti stór hluti af
hátíðarhöldunum.

Hópur nemenda úr 3. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar sungu
burtu veturinn og fögnuðu komu sumarsins á Thorsplani í Hafnarfirði í morgun.
Þessi venja hefur verið viðhöfð um árabil og hafa skrautlegar húfur og höfuðföt
fylgt bekkjunum á milli ára.  Heiðar Örn
Kristinsson, pollapönkari, stýrði söng og dansi og sungu börnin meðal annars um
vorið, hýra Hafnarfjörð og þar hvernig hrekja megi í burtu fordóma. Síðustu
daga hafa leikskólabörn í Hafnarfirði farið í fyrirtæki, verslanir og stofnanir
í Hafnarfirði og skreytt með list sinni. Þannig hefur t.d. Fjörður Verslunarmiðstöð
verið skreytt með list frá leikskólanum Arnarbergi, Icelandair á Flugvöllum með
list frá Bjarkalundi og Sólvangur hjúkrunarheimili með leikskólalist frá
Hörðuvöllum.

Báðir viðburðirnir eru hluti af Björtum dögum sem standa
yfir dagana 19. – 23. apríl. Menningarhátíð þar sem stofnanir bæjarins,
félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. 

Dagskrá Bjarta daga má finna HÉR

Ábendingagátt