Sumarstörf fyrir 17 ára og eldri

Fréttir

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur! Hafnarfjarðarbær leitar eftir duglegum og öflugum einstaklingum til starfa í sumar. Til umsóknar eru störf safnvarða, flokkstjóra, leiðbeinenda og aðstoðarleiðbeinenda á íþrótta- og leikjanámskeiðum og í skólagörðum, störf í umhverfis- og garðyrkjuflokkum.

Hafnarfjarðarbær leitar eftir duglegum og öflugum einstaklingum til starfa í sumar. Til umsóknar eru störf flokkstjóra, leiðbeinenda og aðstoðarleiðbeinenda á íþrótta- og leikjanámskeiðum og í skólagörðum, störf í umhverfis- og garðyrkjuflokkum. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi eigi lögheimili í Hafnarfirði og eru laun samkvæmt kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar og viðkomandi stéttarfélags.

Lágmarksaldur umsækjenda í eftirfarandi störf er 21 ár (fæddir 1996):

  • Flokksstjórar í Vinnuskóla
  • Leiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeiðum
  • Leiðbeinendur í skólagörðum
  • Safnverðir

Aldur umsækjenda í eftirfarandi störf 18-20 ára (fæddir 1997-1999):

  • Garðyrkju- og umhverfisflokka
  • Safnverðir

Aldur umsækjenda í eftirfarandi störf er 17-20 ára (1997-2000):

  • Aðstoðarleiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeiðum

Sótt er um sumarstörf rafrænt hér – sjá neðst

Umsóknarfrestur í störf er 10. apríl. Ekki er tekið á móti umsóknum eftir þann tíma. Fyrirspurnir má senda á netfangið: vinnuskoli@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt