Sumarstörf fyrir námsmenn – opið fyrir umsóknir

Fréttir

Opið er fyrir umsóknir um ný sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri sem eru á milli námsanna. Sumarstörfin eru fjölbreytt og skemmtileg, s.s. á sviði umhverfis- og framkvæmdamála, upplýsingatækni, fræðslumála, fjölskyldumála, menningarmála og heilsueflandi samfélags. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 1. júní. 

Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 1. júní.

Opið er fyrir umsóknir um ný sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri sem eru á milli námsanna.  Sumarstörfin eru fjölbreytt og skemmtileg, s.s. á sviði umhverfis- og framkvæmdamála, upplýsingatækni, fræðslumála, fjölskyldumála, menningarmála og heilsueflandi samfélags. 

Um er að ræða sumaratvinnuátak Hafnarfjarðarbæjar vegna atvinnuástandsins í þjóðfélaginu í samvinnu við Vinnumálastofnun. Þá býður Vinnuskóli Hafnarfjarðar 14-17 ára unglingum bæjarins uppá skemmtilega og fræðandi sumarvinnu. Störfin eru öll auglýst á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar, www.radningar.hafnarfjordur.is, þar sem sótt er um störfin rafrænt. Nú þegar er búið að ráða í fjölmörg sumarstörf hjá Hafnarfjarðarbæ sem voru auglýst fyrr í vor en þeir sem hafa verið á biðlista eftir sumarstörfum ættu nú að hafa fengið tölvupóst þar sem þeim sem eru eldri en 18 ára er bent á að hægt er að sækja aftur um nýju störfin sem nú eru í boði.

Störfin eru öll auglýst á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar

Ábendingagátt