Sumarstörf fyrir námsmenn – opið fyrir umsóknir

Fréttir

Fjölbreytt störf verða í boði hjá Hafnarfjarðarbæ sumarið 2021 fyrir námsfólk sem hefur verið í námi á vorönn 2021 eða er skráð í nám á haustönn 2021. Um er að ræða sumarstörf sem tengjast aðgerðum stjórnvalda og miða að því að stuðla að virkni og framtíðarsókn fyrir íslenskt atvinnulíf.

Fjölbreytt störf verða í boði hjá Hafnarfjarðarbæ sumarið 2021 fyrir námsfólk sem hefur verið í námi á vorönn 2021 eða er skráð í nám á haustönn 2021. Um er að ræða sumarstörf sem tengjast aðgerðum stjórnvalda og miða að því að stuðla að virkni og framtíðarsókn fyrir íslenskt atvinnulíf. Hafnarfjarðarbær mun taka virkan þátt í verkefninu og ráða til sín a.m.k. 80 starfsmenn í gegnum þetta átaksverkefni til viðbótar við ráðningar í gegnum Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Umsóknarfrestur er til og með 16. maí nk.

Opið er fyrir umsóknir á ráðningarvef bæjarins 

Hafnarfjarðarbær óskar eftir umsóknum frá námsmönnum sem eru tilbúnir til að taka þátt í metnaðarfullum og krefjandi verkefnum í sumar. Umsækjandi þarf að vera 18 ára á árinu (fædd 2003) eða eldri og hafa verið í námi á vorönn 2021 eða skráður í nám á haustönn 2021. Með umsókninni þarf að fylgja staðfesting á námi frá viðkomandi menntastofnun og greinargóð ferilskrá. Ráðning miðast við tvo mánuði á tímabilinu 1. júní – 31. ágúst. Um er að ræða fjölbreytt störf og reynt verður að mæta áhugasviði umsækjenda eftir bestu getu. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Gerð er krafa um að viðkomandi sé í námi eða sé að útskrifast á vorönn 2021
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Samskiptahæfni, nákvæmni og útsjónarsemi
  • Góð almenn tölvuþekking
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Nánari upplýsingar veitir Brynjar Örn Svavarsson verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ í s. 585 5782 og netfang: brynjarorn@hafnarfjordur.is

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Ábendingagátt