Sumum finnst draumur að vera drullugur

Fréttir

29. júní ár hvert er alþjóðlegi drulludagurinn (International Mud Day) og hafa margir leikskólar í Hafnarfirði haldið daginn hátíðlegan um árabil. Veður skiptir engu máli á drulludeginum enda blautviðri ekki síðra þegar drulla er annars vegar. Að mati marga nemenda jaðrar alþjóðlegi drulludagurinn við það að vera besti dagur ársins.

Mögulega skemmtilegasti dagur ársins að mati barnanna sjálfra

29. júní ár hvert er alþjóðlegi drulludagurinn (International Mud Day) og hafa margir leikskólar í Hafnarfirði haldið daginn hátíðlegan um árabil. Veður skiptir engu máli á drulludeginum enda blautviðri ekki síðra þegar drulla er annars vegar. Að mati marga nemenda jaðrar alþjóðlegi drulludagurinn við það að vera besti dagur ársins.

Allt frá drullueldhúsi í drulludiskó

Leikskólinn Tjarnarás í Hafnarfirði er meðal þeirra leikskóla sem haldið hafa daginn hátíðlegan um árabil og mikill metnaður lagður í framkvæmdina. Þar hafa börnin meðal annars búið til stóran poll, eldhús, málningu og rennibraut úr drullu auk þess að blása til drulludiskós, drulluhlaups og drulluboltakasts. Suma daga er einfaldlega draumur að vera drullugur.

Ábendingagátt