Sund, grímur, smiðjur, spil og ratleikur í Vetrarfríinu

Fréttir

Frítt verður í sund í Hafnarfirði dagana 24.-25. febrúar. Vetrarfrí er þá í leik- og grunnskólum og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Ratleikir, tröllasmiðja, grímugerð og spilaverið bíða barnanna á bókasafni og byggðasafni Hafnarfjarðar. Listasmiðja verður í Hafnarborg. Skemmtun og gleði á þessum skólafrídögum barnanna okkar.

Við styðjum við fjölskylduna í Vetrarfríinu

Ekki þarf að fara langt til að eiga góða fjölskyldustund í Vetrarfríinu í Hafnarfirði. Opið verður í spilaveri bókasafnsins, grímugerð verður í barnadeildinni og tröllasmiðja á þriðjudeginum. Þá verður nýr Harri Potter ratleikur í gangi á bókasafninu milli klukkan 9-12 á mánudeginum og aftur milli klukkan 13-15 á þriðjudeginum. Skúlptúrsmiðjur verða í Hafnarborg báða dagana fyrir börn og fullorðna milli kl. 13-15.

Harry Potter-leikurinn verður ekki eini ratleikurinn, því áhugasöm geta einnig farið í ratleik í Pakkhúsinu báða dagana milli klukkan 11-15.

Bendum sérstaklega á að hægt verður að horfa á Blæju á risaskjá í Ásvallalaug milli 11-16 á þriðjudeginum. Jibbí.

Hvernig gæti mánudagurinn til að mynda litið út?

  • kl. 9 – Byrja daginn í næstu sundlaug bæjarins
  • kl. 11 – Fara í ratleik í Pakkhúsinu
  • kl. 13-15 – Fjöltyngd skúlptúrsmiðja í Hafnarfirði
  • kl. 15 – Spila í spilaverinu í barnadeildinni á Bókasafninu

Hvernig gæti þriðjudagurinn til að mynda litið út?

  • kl. 11 – Mætum á bókasafnið og förum í Harry Potter ratleik
  • kl. 12 – Skellum okkur svo í grímugerð á Bókasafninu
  • kl. 13 – Þá hefst tröllasmiðja á bókasafninu og þar viljum við vera
  • kl. 15 – Færum okkur á kaffihús í miðbænum og nöslum
  • kl. 16 – Svo má svamla í sundi fram að kvöldmat!

Þetta eru tillögur og hægt að raða upp dagskránni að eigin vild. Byrja daginn þegar hentar, enda þegar hentar. Já, Heilsubærinn Hafnarfjörður býður börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt í skemmtilegri dagskrá í vetrarfríinu. Finna má góðar hugmyndir að skemmtilegri og fjölbreyttri afþreyingu um allan Hafnarfjörð fyrir alla fjölskylduna. Nánar á vef bæjarins.

Ábendingagátt