Sund og menning um páskana

Fréttir

Sundstaðir og menningarstofnanir verða með opið um páskana sem hér segir.

Afgreiðslutími sundstaða og menningarstofnana um páskana er eftirfarandi:

  Skírdagur
18. apríl
Föstudagurinn
langi 19. apríl
Laugardagur
20. apríl
Páskadagur
21. apríl
Annar í páskum
22. apríl
Ásvallalaug 8:00-17:00 Lokað  8:00-18:00  8:00-17:00  8:00-17:00
Suðurbæjarlaug 8:00-17:00  8:00-17:00 8:00-18:00 Lokað  8:00-17:00
Sundhöll Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað
Bókasafn Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað
Byggðasafn Lokað Lokað 11:00-17:00  Lokað  11:00-17:00
Hafnarborg 12:00-17:00  Lokað  12:00-17:00  Lokað  12:00-17:00

Í dymbilvikunni verður boðið uppá skemmtilega viðburði á Bókasafni Hafnarfjarðar. Þriðjudaginn 16. apríl frá kl. 14-16 verður í boði að föndra nokkrar gerðir af páskaskrauti á Bókasafni Hafnarfjarðar. Miðvikudaginn 17. apríl kl. 14:00 verður svo boðið uppá páskabókabíó. Sýnd verður myndin Pétur kanína sem byggð er á samnefndri sögu Beatrix Potter. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir!

Ábendingagátt