Sundfélag Hafnarfjarðar hélt upp á áttatíu árin sín

Fréttir

Mannmargt var á 80. ára afmæli Sundfélags Hafnarfjarðar. Tugir félagsmanna fengu heiðursmerki þess. Fjöldi sótti einnig sýningu sem stendur fram yfir næstu helgi.

Sögunni lyft á 80. ára afmælinu

Tugir voru heiðraðir á 80. ára afmælishátíð Sundfélags Hafnarfjarðar sem haldin var degi fyrir afmælisdaginn sem er 19. júní. Allt voru þetta einstaklingar sem fengu viðurkenninguna fyrir framlag sitt til félagsins. Þau bera nú gull og silfurmerki í barmi.

Ekki aðeins stóð anddyri Ásvallarlaugar fullt á þessum afmælisfögnuði heldur skoðaði fjöldi einnig frábæra sýningu félagsins í sal á efri hæðinni. Sýningin er opin fram yfir næstu helgi. Þar má sjá bikara, myndir og annan varning úr langri sögu félagsins.

„Það eru ekki margir viðburðir sem gleðja mann jafn mikið og þegar við fáum að fagna góðu fólki sem hefur skilað ómetanlegu starfi í þágu samfélagsins og í dag er einmitt slíkur dagur,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri við tilefnið. Sundfélagið hefði verið burðarás í íþróttalífi bæjarins og traustur og öflugur samstarfsaðili bæjarins.

„Samvinna við uppbyggingu þessarar laugar hér hefur verið til fyrirmyndar, og enn þann dag í dag, 17 árum eftir opnun, er hún að mati margra besta keppnislaug landsins og aðstaðan fyrir félagið og almenning alveg til fyrirmyndar.

Við vinnum nú saman að því að þróa útisvæðið við laugina þannig að það nýtist bæði almenningi og iðkendum SH því við viljum að það sé áfram skýrt í verki að sundfólkið okkar eigi hér sitt annað heimili.

Árangur Sundfélagsins talar sínu máli. SH hefur á síðustu áratugum verið eitt sigursælasta félag landsins. Það hefur unnið nánast öll verðlaun sem í boði eru á Íslandi – og svo er það þessi einstaka staðreynd: SH hefur átt keppanda á átta síðustu Ólympíuleikum. Það segir allt sem segja þarf,“ sagði hann.

 

Sérstakar viðurkenningar
Davíð Jónatansson Silfur Sundmaður – þjálfari – starfsmaður
Brons viðurkenningar
Aðalsteinn Hrafnkelsson Brons Forstöðumaður sundstaða í Hafnarfirði og gott samstarf við félagið.
Bergþór Jóhannson Brons Eldri sundmaður, garpur og öflugur stuðningaðili við félagið          (TRI / Hagtak)
Elín Ósk Sigurðardóttir Brons fyrir störf í foreldrafélagi SH og farastjórn á vegum félagsins
Guðmundur Stefán Björnsson Brons fyrir störf í foreldrafélagi SH, dómarastörf og tæknistjórn á mótum.
Guðrún Magnea Gunnarsdóttir Brons fyrir störf í foreldrafélagi SH og farastjórn á vegum félagsins
Helena Dögg Olgeirsdóttir Brons fyrir störf í foreldrafélagi SH og farastjórn á vegum félagsins
Hildur Dröfn Þórðardóttir Brons fyrir störf í foreldrafélagi SH og farastjórn á vegum félagsins
Ólafur Hálfdánarson Brons fyrir störf í foreldrafélagi SH og farastjórn á vegum félagsins
Sigþór Marteinsson Brons yfirkokkur félagsins og sjá um að sundmenn og aðrir fái vel að borða á mótum
Sólveig Hlín Sigurðardóttir Brons fyrrum sundmaður og þjálfari og fyrir störf í foreldrastarfi
Sveinn Sigurbergsson Brons fyrir mikinn stuðning við félagið.
Unnur Elfa Guðmundsdóttir Brons fyrir að vera yfir riðlastjóri og mikill brunch meistari
Andrea Helga Sigurðardóttir Brons fyrir stjórnarsetu og önnur störf í þágu félagsins
Bjarney Ó. Gunnarsdóttir Brons fyrir stjórnarsetu og önnur störf í þágu félagsins
Bragi Þorsteinsson Brons fyrrum sundmaður og stjórnarsetu
Einar Þór Sigurjónsson Brons fyrir stjórnarsetu, tæknimál á sundmótum og önnur störf í þágu félagsins
Fríða Kristín Jóhannesdóttir Brons fyrrum sundmaður og fyrir stjórnarsetu og önnur störf í þágu félagsins
Gylfi Örn Gylfason Brons fyrir stjórnarsetu og störf í 3SH
Hálfdán Þorsteinsson Brons fyrir stjórnarsetu og önnur störf í þágu félagsins
Jón Viðar Magnússon Brons fyrir stjórnarsetu, dómarastörf og önnur störf í þágu félagsins
Pálmey Magnúsdóttir Brons Fyrir foreldrastarf, stjórnarsetu og allt annað sem hún gerir, allt múlíman (getum ekki án hennar verið)
Ragna Lilja Garðarsdóttir Brons fyrir stjórnarsetu og önnur störf í þágu félagsins
Sólrún Gunnarsdóttir Brons fyrir stjórnarsetu og önnur störf í þágu félagsins
Svanhildur „Asta“ Kristjánsdóttir Brons fyrir stjórnarsetu og önnur störf í þágu félagsins
Valgerður Jóna Guðjónsdóttir Brons fyrir stjórnarsetu og önnur störf í þágu félagsins
Silfur viðurkenningar
Aðalbjörg Óladóttir Silfur fyrir stjórnarsetu, ÍBH stjórn, riðlastjórn, þulur og önnur störf fyrir félagið
Erla Björg Garðarsdóttir Silfur fyrir stjórnarsetu, önnur störf í þágu félagsins og stuðningur við félagið
Harpa Þrastardóttir Silfur fyrrum sundmaður, þjálfari og stuðningur við félagið með því að beina ungum börnum til félagsins
Kristín Garðarsdóttir Silfur fyrir stjórnarsetu, önnur störf í þágu félagsins og stuðningur við félagið
Mladen Tepavcecvic Silfur fyrrum sundmaður, þjálfari og stuðningur við félagið.
Stefán Kristófersson Silfur fyrir stjórnarsetu og yfirdómarastarf fyrir félagið.
Tómas Gisli Guðjónsson Silfur fyrir stjórnarsetu og yfirdómarastarf og önnur störf fyrir félagið
Aron Örn Stefánsson Silfur fyrrum sundmaður og keppandi á Heimsmeistaramóti
Dadó Fenrir Jasminuson Silfur fyrrum sundmaður, keppandi á Heimsmeistaramóti og þjálfari félagsins
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir Silfur HM fara; tillaga 2015 og kemst ekki að sækja
Björn Sigurðsson Silfur Fyrir stjórnarsetu í SSÍ fyrir hönd félagsins og önnur störf í þágu félagsins
Gísli Johnsen Silfur fyrrum sundforeldri og skoðunarmaður reikninga í fjölda ára
Kristján Guðnason Silfur fyrrum sundmaður og stuðningur við félagið
Ragnheiður Birna Björnsdóttir Silfur Yfirdómari og sér um dómaramál félagsins í nokkur ár.
Gull viðurkenningar
Erlingur Kristensson Gull fyrir skráningu og utanumhald á sögu félagsins.
Kári Kaaber Gull Sund-Garpur, yfirdómari og störf að dómaramálum
Kristinn Magnússon Gull fyrrum sundmaður, garpur, og fyrir mikinn stuðning við félagið.
Sigurður Óli Guðmundsson Gull Yfirdómari og utanumhald á dómaramálum félagsins í mörg ár
Bergur Helgason Gull formaður 1986-89
Magnús B. Magnússon Gull Formaður 1982 – 1986
Karl Georg Klein Gull Formaður 2014 –
Anton Sveinn McKee Gull Ólympíufari tokyo 2020 og París 2024, og glæstur sundferill……
Arnþór Ragnarsson Gull Ólympíufari 1988 Seoul – fyrrum þjálfari SH
Hjalti Guðmundsson Gull Ólympíufari Sydney 2000, fyrrum þjálfari SH
Hrafnhildur Lúthersdóttir Gull Ólympíufari London 2012 og Ríó 2016 og glæsilegur sundferill……
Kolbrúna Alda Stefánsdóttir Gull Paralympic London 2012
Lára Hrund Bjargardóttir Gull Ólympíufari Sydney 2000 og Athena 2004
Lilja María Snorradóttir Gull Paralympic Barcelona 1992 með 5 verðlaun (4 brons og eitt silfur)
Ólafur Eiríksson Gull Paralympic Atlanta 1996 með tvö brons og eitt gull

 

Félagið stofnað 1945

Eins og segir á vef Sundfélags Hafnarfjarðar var það stofnað 19. júní árið 1945. Stofnfundurinn var haldinn í Sjálfstæðishúsinu. Hann var fjölsóttur og mikill áhugi meðal fundarmanna. Guðjón Sigurjónsson, íþróttakennari, var fyrsti þjálfari félagsins. Það starfaði með miklum blóma til ársins 1947, en þá dofnaði yfir starfsemi þess þar til það komst aftur á skrið þegar Sundhöll Hafnarfjarðar var opnuð þann 13. júní 1953.

  • Sigrún Sigurðardóttir, setti fyrst félagsmanna Íslandsmet í 400 og 500 m bringusundi árið 1959, þá 15 ára gömul.
  • Fyrstur karla til að setja Íslandsmet var Árni Þór Kristjánsson í 500 m bringusundi árið 1961.
  • Vilborg Sverrisdóttir, margfaldur Íslandsmeistari varð fyrst félaga í SH til að keppa á Ólympíuleikum, en hún tók þátt í leikunum í Montreal árið 1976.

Valdimar óskaði SH að endingu til hamingju með þessum orðum: „Við óskum SH innilega til hamingju með 80 ára afmælið og þökkum fyrir alla þá vinnu, árangur og gleði sem félagið hefur fært bænum okkar í átta áratugi. Við hlökkum til að vinna áfram saman, styðja við starfsemina og sjá enn fleiri börn og ungmenni blómstra í sundinu.“

Hafnarfjarðarbær óskar sundfélaginu innilega til hamingju með 80 ára afmælið.

 

 

Ábendingagátt