Sundhöll Hafnarfjarðar lokuð milli 23. júní – 11. ágúst

Tilkynningar

Sundhöll Hafnarfjarðar lokar í sumar frá 23. júní til 11. ágústs. Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug eru opnar.

Sumarlokun í Sundhöllinni

Sundhöll Hafnarfjarðar lokar í sumar frá 23. júní til 11. ágústs. Sundhöllin er elsta laug Hafnarfjarðar. Hún er þekkt fyrir sitt rólega andrúmsloft. Við erum heppin. Tvær aðrar sundlaugar eru í Hafnarfirði.

Ásvallalaug er stærsta og vinsælasta laug landsins. Sundlaugin er innanhúss. Laugin er 50 metrar á breidd og er vanalega skipt með brú, þannig að helmingur laugarinnar er 25 metrar að lengd og hinn helmingurinn 50 metrar.

  • Almennur opnunartími
  • Mánudaga–fimmtudaga 06:30–22:00
  • Föstudaga 06:30–20:00
  • Laugardaga 08:00–18:00
  • Sunnudaga 08:00–17:00

Hin er Suðurbæjarlaug sem notið hefur mikilla vinsælda frá fyrsta degi. Í Suðurbæjarlaug er 12,5 x 25 metra útisundlaug sem er samtengd við sérhannaða kennslulaug innandyra sem er einnig góð barnalaug. Úti eru þrír heitir pottar, vatnsgufa, bunusveppur í vaðlaug, tvær vatnsrennibrautir og tvö köld kör með mismunandi hitastigi

  • Almennur opnunartími
  • Mánudaga–fimmtudaga 06:30–22:00
  • Föstudaga 06:30–20:00
  • Laugardaga 08:00–18:00
  • Sunnudaga 08:00–21:00

Lestu meira um sundlaugar Hafnarfjarðar hér.

Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning!

Ábendingagátt