Stærsta sundmiðstöð á landinu

Sundlaugin er innanhúss. Laugin er 50 metrar á breidd og er vanalega skipt með brú, þannig að helmingur laugarinnar er 25 metrar að lengd og hinn helmingurinn 50 metrar. Ásvallalaug var vígð 6. september 2008.

Sundmiðstöðin í Ásvallalaug er ein sú stærsta á landinu eða um 6.000 m². Þar er einnig líkamsræktarstöðin Reebok Fitness í 600 m² rými, Ásmegin sjúkraþjálfun og félagsaðstaða Sundfélags Hafnarfjarðar og Íþróttafélagsins Fjarðar

Gott aðgengi fyrir fatlaða

Lyfta með sérútbúnum hjólastól, armbandi og fjarstýringu er aðgengileg öllum þeim sem almennt eiga erfitt með að komast ofan í stærri laugar. Lyftan er af gerðinni Poolpod og var upphaflega hönnuð fyrir Ólympíuleikana í London 2012. 

Sjálfsbjörg hefur tekið saman upplýsingar um aðgengi í Ásvallalaug:

  • Aðkoma. Það eru fjögur rúmgóð sérmerkt stæði fyrir fatlaða fyrir utan inngang laugarinnar. Það er gengið beint inn af bílaplaninu. Það eru engir þröskuldar og dyrnar eru rúmgóðar.
  • Búningsklefar. Frá afgreiðslunni er stutt í búningsklefana. Það eru tveir sérklefar og mögulegt fyrir aðstoðarmanneskju af öðru kyni að aðstoða í klefanum þar sem innangengt er í klefana af gangi. Sturtustólar eru í báðum klefunum. Við hlið þessara sérklefa eru salerni með salernisstoðum.
  • Aðstaða við sundlaug og potta. Færanleg lyfta er við sundlaugina. Við allar laugar og potta er gengið niður tröppur og eru handrið við þær.
  • Afsláttur. Frítt er í sund í Hafnarfirði fyrir öryrkja sem framvísa örorkuskírteini.

Vinsæl laug fyrir barnafjölskyldur

Í lauginni er 17 metra barnalaug (90–110 cm djúp) og 10 metra vaðlaug fyrir yngstu kynslóðina með tilheyrandi leikföngum. Hitastig barnalauganna er um 32°C á meðan hitastig sundlaugar er 28°C. Hitastig inni í salnum er alltaf um 30°C. Innanhúss er einnig vinsæl vatnsrennibraut, þrír heitir pottar og gufubað. Utandyra eru tveir heitir pottar og góð sólbaðsaðstaða.

 

Fjölbreytt starfsemi

Starfsemin í Ásvallalaug er með fjölbreyttasta móti en þar má nefna auk hefðbundins skólasunds og sundæfinga félaganna: 

  • Vatnspóló
  • Blak
  • Æfingar köfunarfélaga
  • Æfingar kajakræðara
  • Námskeið fyrir verðandi og nýbakaðar mæður
  • Námskeið í bættum sundstíl
  • Ungbarnasund
  • Vatnsleikfimi

Sundlaugar

Verðskrá kr.
Eitt skipti barna (0–17 ára) Frítt
Eitt skipti eldra fólks (67 ára og eldri) Frítt
Eitt skipti fullorðinna (18–66 ára) 1.200 kr.
Leiga á sundfötum eða handklæði 850 kr.
Leiga á sundfötum og handklæði 1.300 kr.
Punktakort (gilda í 2 ár)
10 punkta sundkort fullorðinna 5.200 kr.
10 punkta kort í sund- og sána 6.000 kr.
30 punkta sundkort fullorðinna 14.000 kr.
6 mánaða kort
Sundkort fullorðinna 20.200 kr.
Kort í sund og sánaklefa 22.000 kr.
Árskort
Árskort fullorðinna 35.700 kr.
Árskort í sund og sánaklefa 42.400 kr.
Leiga
Leiga á laug til hópa pr. klukkustund m.v. einn starfsmann. Lágmark 4 klukkustundir 8.800 kr.
Leiga á laug pr. klukkustund (m.v. 1 starfsmann lágm. 4 klst.) 16.500 kr.
Ábendingagátt