
Laugin og aðstaðan
Í Suðurbæjarlaug er 12,5 x 25 metra útisundlaug sem er samtengd við sérhannaða kennslulaug innandyra sem er einnig góð barnalaug. Úti eru þrír heitir pottar, vatnsgufa, bunusveppur í vaðlaug, tvær vatnsrennibrautir og tvö köld kör með mismunandi hitastigi. Vinsæll göngustígur liggur um sundlaugargarðinn.
Í kjallara Suðurbæjarlaugar eru búningsklefar og Gym heilsa líkamsrækt. Sérstakir búningsklefar með sánaklefum fyrir karla annars vegar og konur hins vegar eru við hlið hefðbundinna búningsklefa. Á útisvæði eru einnig búningsklefar undir berum himni.
Í lauginni er hefðbundið skólasund, sundæfingar SH, ungbarnasund, Meðgöngusundi Faðmur, Sundskóli Hörpu og vatnsleikfimi. Í húsnæði laugarinnar starfa þrír nuddarar.
Saga Suðurbæjarlaugar
Suðurbæjarlaug hefur notið mikilla vinsælda frá fyrsta degi, en hún var var formlega tekin í notkun þann 28. október 1989. Hönnuður sundlaugarinnar er Sigurþór Aðalsteinsson arkitekt.
Fjöldi fastagesta á öllum aldri nýtur þess allt árið um kring að mannvirkið var hannað í upphafi af vandvirkni og framsýni ásamt því að stór garður með mikið af sígrænum trjám umlykur sundlaugarsvæðið og veitir skjól allt árið um kring.
Opnunartímar á almennum frídögum
Frídagar | Opnunartímar |
---|---|
Skírdagur | 08:00-17:00 |
Föstudagurinn langi | 08:00-17:00 |
Páskadagur | Lokað |
Annar í páskum | 08:00-17:00 |
Sumardagurinn fyrsti | 08:00-17:00 |
Verkalýðsdagurinn | Lokað |
Uppstigningardagur | 08:00-17:00 |
Hvítasunnudagur | 08:00-17:00 |
Annar í hvítasunnu | 08:00-17:00 |
Þjóðhátíðardagurinn | Lokað |
Frídagur verslunarmanna | 08:00-21:00 |
Þorláksmessa | 06:30-17:00 |
Aðfangadagur jóla | 06:30-13:00 |
Jóladagur | Lokað |
Annar í jólum | 08:00-17:00 |
Gamlársdagur | 06:30-13.00 |
Nýársdagur | Lokað |
Sundlaugar
Verðskrá | kr. |
---|---|
Eitt skipti barna (0–17 ára) | Frítt |
Eitt skipti eldra fólks (67 ára og eldri) | Frítt |
Eitt skipti fullorðinna (18–66 ára) | 1.200 kr. |
Leiga á sundfötum eða handklæði | 900 kr. |
Leiga á sundfötum og handklæði | 1.400 kr. |
Punktakort (gilda í 2 ár) | |
10 punkta sundkort fullorðinna | 5.000 kr. |
30 punkta sundkort fullorðinna | 13.500 kr. |
6 mánaða kort | |
Sundkort fullorðinna | 19.700 kr. |
Árskort | |
Árskort fullorðinna | 35.000 kr. |
Leiga | |
Leiga á laug til hópa pr. klukkustund m.v. einn starfsmann. Lágmark 4 klukkustundir | 8.561 kr. |