Heitir pottar, sundlaug og rennibrautir í Suðurbæjarlaug

Komdu í sund!

Opið er í inni- og útilaug, útiklefa, rennibrautir, útivaðlaug, ásamt þremur heitum pottum. Við vekjum athygli á að framkvæmdir standa enn yfir við Suðurbæjarlaug og geta því orðið tímabundnar lokannir á ákveðnum svæðum vegna vinnu.

Suðurbæjarlaug er gamalgróin laug með fallegum sundlaugargarði á besta stað í bænum.

Laugin og aðstaðan

Í Suðurbæjarlaug er 12,5 x 25 metra útisundlaug sem er samtengd við sérhannaða kennslulaug innandyra sem er einnig góð barnalaug. Úti eru þrír heitir pottar, vatnsgufa, bunusveppur í vaðlaug, tvær vatnsrennibrautir og tvö köld kör með mismunandi hitastigi. Vinsæll göngustígur liggur um sundlaugargarðinn.

Í kjallara Suðurbæjarlaugar eru búningsklefar og Gym heilsa líkamsrækt. Sérstakir búningsklefar með sánaklefum fyrir karla annars vegar og konur hins vegar eru við hlið hefðbundinna búningsklefa. Á útisvæði eru einnig búningsklefar undir berum himni.

Í lauginni er hefðbundið skólasund, sundæfingar SH, ungbarnasund, Meðgöngusundi Faðmur, Sundskóli Hörpu og vatnsleikfimi. Í húsnæði laugarinnar starfa þrír nuddarar.

Saga Suðurbæjarlaugar

Suðurbæjarlaug hefur notið mikilla vinsælda frá fyrsta degi, en hún var var formlega tekin í notkun þann 28. október 1989. Hönnuður sundlaugarinnar er Sigurþór Aðalsteinsson arkitekt.

Fjöldi fastagesta á öllum aldri nýtur þess allt árið um kring að mannvirkið var hannað í upphafi  af vandvirkni og framsýni ásamt því að stór garður með mikið af sígrænum trjám umlykur sundlaugarsvæðið og veitir skjól allt árið um kring.

Sundlaugar

Verðskrá kr.
Eitt skipti barna (0–17 ára) Frítt
Eitt skipti eldra fólks (67 ára og eldri) Frítt
Eitt skipti fullorðinna (18–66 ára) 1.200 kr.
Leiga á sundfötum eða handklæði 850 kr.
Leiga á sundfötum og handklæði 1.300 kr.
Punktakort (gilda í 2 ár)
10 punkta sundkort fullorðinna 5.200 kr.
10 punkta kort í sund- og sána 6.000 kr.
30 punkta sundkort fullorðinna 14.000 kr.
6 mánaða kort
Sundkort fullorðinna 20.200 kr.
Kort í sund og sánaklefa 22.000 kr.
Árskort
Árskort fullorðinna 35.700 kr.
Árskort í sund og sánaklefa 42.400 kr.
Leiga
Leiga á laug til hópa pr. klukkustund m.v. einn starfsmann. Lágmark 4 klukkustundir 8.800 kr.
Leiga á laug pr. klukkustund (m.v. 1 starfsmann lágm. 4 klst.) 16.500 kr.
Ábendingagátt