Sundhöllin  er elsta laug Hafnarfjarðar og er þekkt fyrir sitt rólega andrúmsloft.

Laugin og aðstaðan

Í Sundhöllinni er innilaug sem er 25 metrar að lengd, 8,7 metrar í breidd og í dýpri enda laugarinnar er hún 3,2 metra djúp. Tveir rúmgóðir heitir pottar eru í afgirtum garði við bygginguna með öflugum nuddtækjum sem njóta mikilla vinsælda. Sánaklefar eru í sérstökum karla- og kvennaklefum.

Laugin er mikið notuð af eldra fólki og íbúum í nágrenni laugarinnar. Sundfélag Hafnarfjarðar er með hluta af sínum æfingatímum í lauginni og nemendur í Víðistaðaskóla og Engidalsskóla sækja þangað í skólasund.

 

Elsta sundlaug Hafnarfjarðar

Sundhöll Hafnarfjarðar er elsta sundlaugin í Hafnarfirði. Í fyrstu var aðeins um útilaug að ræða við Krosseyrarmalir sem var tekin í notkun árið 1943. Það var síðan árið 1953 sem Sundhöll Hafnarfjarðar var tekin í notkun eftir að byggt hafði verið yfir útilaugina.

Opnunartímar á almennum frídögum

Frídagar Opnunartímar
Skírdagur Lokað
Föstudagurinn langi Lokað
Páskadagur Lokað
Annar í páskum Lokað
Sumardagurinn fyrsti Lokað
Verkalýðsdagurinn Lokað
Uppstigningardagur Lokað
Hvítasunnudagur Lokað
Annar í hvítasunni Lokað
Þjóðhátíðardagurinn 09:00-16:00
Frídagur verslunarmanna Lokað
Þorláksmessa 06:30-17:00
Aðfangardagur jóla 06:30-11:00
Jóladagur Lokað
Annar í jólum Lokað
Gamlársdagur 06:30-11:00
Nýársdagur Lokað

Sundlaugar

Verðskrá kr.
Eitt skipti barna (0–17 ára) Frítt
Eitt skipti eldra fólks (67 ára og eldri) Frítt
Eitt skipti fullorðinna (18–66 ára) 1.100 kr.
Leiga á sundfötum eða handklæði 800 kr.
Leiga á sundfötum og handklæði 1.300 kr.
Punktakort (gilda í 2 ár)
10 punkta sundkort fullorðinna 4.800 kr.
10 punkta kort í sund- og sána 5.700 kr.
30 punkta sundkort fullorðinna 13.100 kr.
6 mánaða kort
Sundkort fullorðinna 19.000 kr.
Árskort
Árskort fullorðinna 33.500 kr.
Leiga
Leiga á laug til hópa pr. klukkustund m.v. einn starfsmann. Lágmark 4 klukkustundir 8.000 kr.
Leiga á laug pr. klukkustund (m.v. 1 starfsmann lágm. 4 klst.) 15.500 kr.
Ábendingagátt