Sundhöllin  er elsta laug Hafnarfjarðar og er þekkt fyrir sitt rólega andrúmsloft.

Laugin og aðstaðan

Í Sundhöllinni er innilaug sem er 25 metrar að lengd, 8,7 metrar í breidd og í dýpri enda laugarinnar er hún 3,2 metra djúp. Tveir rúmgóðir heitir pottar eru í afgirtum garði við bygginguna með öflugum nuddtækjum sem njóta mikilla vinsælda. Sánaklefar eru í sérstökum karla- og kvennaklefum.

Laugin er mikið notuð af eldra fólki og íbúum í nágrenni laugarinnar. Sundfélag Hafnarfjarðar er með hluta af sínum æfingatímum í lauginni og nemendur í Víðistaðaskóla og Engidalsskóla sækja þangað í skólasund.

 

Elsta sundlaug Hafnarfjarðar

Sundhöll Hafnarfjarðar er elsta sundlaugin í Hafnarfirði. Í fyrstu var aðeins um útilaug að ræða við Krosseyrarmalir sem var tekin í notkun árið 1943. Það var síðan árið 1953 sem Sundhöll Hafnarfjarðar var tekin í notkun eftir að byggt hafði verið yfir útilaugina.

Sundlaugar

Verðskrá kr.
Eitt skipti barna (0–17 ára) Frítt
Eitt skipti eldra fólks (67 ára og eldri) Frítt
Eitt skipti fullorðinna (18–66 ára) 1.100 kr.
Eitt skipti í sánaklefa 1.250 kr.
Sánaklefi fyrir korthafa 200 kr.
Leiga á sundfötum eða handklæði 800 kr.
Leiga á sundfötum og handklæði 1.300 kr.
Punktakort (gilda í 2 ár)
10 punkta sundkort fullorðinna 4.700 kr.
10 punkta kort í sund- og sána 5.500 kr.
30 punkta sundkort fullorðinna 12.700 kr.
6 mánaða kort
Sundkort fullorðinna 18.400 kr.
Kort í sund og sánaklefa 22.000 kr.
Árskort
Árskort fullorðinna 32.500 kr.
Árskort í sund og sánaklefa 38.600 kr.
Leiga
Leiga á laug til hópa pr. klukkustund m.v. einn starfsmann. Lágmark 4 klukkustundir 8.000 kr.
Ábendingagátt