Sundlaugar lokaðar vegna skorts á heitu vatni

Fréttir Tilkynningar

Loka þarf öllum sundlaugum Hafnarfjarðarbæjar vegna bilunar í Nesjavallavirkjun. Orsök bilunarinnar er óljós en unnið er að greiningu og viðgerð. Stórnotendur hafa verið beðnir um að skerða notkun þannig að hægt sé að tryggja íbúum heitt vatn.

Allar sundlaugar lokaðar vegna bilunar í Nesjavallavirkjun

Vegna bilunar á Nesjavöllum þurfa Veitur að skerða heitt vatn til stærstu viðskiptavina sinna sem eru á skerðanlegum taxta. Þetta er gert til að tryggja afhendingu á heitu vatni en heimilin eru alltaf í forgangi. Það er verið að greina bilunina og viðgerð stendur yfir. Við munum láta vita þegar sundlaugarnar opna á ný. GYM heilsa opin án sturtuaðstöðu.

Tilkynning á vef Veitna

Takk fyrir sýndan skilning!

 

 

Ábendingagátt