Sundlaugar og söfn lokuð áfram

Fréttir

Hertar sóttvarnaráðstafanir tóku gildi laugardaginn 31. október. Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember. Sundlaugar og söfn verða lokuð áfram. 

Hertar sóttvarnaráðstafanir tóku gildi laugardaginn 31. október. Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkum í stað 20 áður. Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember. Þær verða endurmetnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg. 

Sundlaugar og söfn lokuð áfram

Hertar sóttvarnaráðstafanir ná  áfram til sundlauga á höfuðborgarsvæðinu og hafa sveitarfélögin tekið sameiginlega ákvörðun um áframhaldandi lokun á söfnum.  Fastagestum og öðrum gestum sundlauga og safna sveitarfélagsins er áfram þakkaður sýndur skilningur. Starfsfólk mun halda áfram að nýta tímann til að huga að safneign, breytingum og öðru innra starfi auk þess sem stór hluti hópsins er nú skráður í bakvarðahóp Hafnarfjarðarbæjar. Þannig leggur hópurinn til starfskrafta sína ef þörf skapast á starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti mikilvægri samfélagsþjónustu eins og skólastarfi og þjónustu sem þarf að haldast órofin á öllum stigum almannavarna eins og velferðarþjónustu.

Nánari upplýsingar um söfnin og starfsemi þeirra má finna á heimasíðum þeirra


Við erum öll almannavarnir!

Ábendingagátt