Sundlaugar opna á ný

Fréttir

Breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á morgun fimmtudaginn 15. apríl heimila opnun sundlauga og baðstaða fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Gildistími nýrrar ráðstöfunar er til og með 5. maí 2021 nema annað sé auglýst. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda

Breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á morgun fimmtudaginn 15. apríl heimila opnun sundlauga og baðstaða fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Gildistími nýrrar ráðstöfunar er til og með 5. maí 2021 nema annað sé auglýst. Börn fædd 2016 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda sem þýðir að fjöldatakmarkanir ná nú til allra sem fæddir eru fyrir 2015, þ.e. hafa náð grunnskólaaldri. 

Hægt er að fá raunupplýsingar um fjölda sundlaugagesta á síðu hverrar laugar

Þetta þýðir að hámarksfjöldi í hverri laug er eftirfarandi:

  • Ásvallalaug – 200 gestir
  • Suðurbæjarlaug – 80 gestir
  • Sundhöll Hafnarfjarðar – 32 gestir

Gestir eru hvattir til að gæta að 2 metra reglu í hvívetna og gæta fyllsta hreinlætis en samstarf í almannavörnum er forsenda þess að hægt er að hafa laugarnar opnar. Laugarnar verða opnar skv. venjubundnum opnunartíma þeirra.

Sjá opnunartíma sundlauga í Hafnarfirði

Hlökkum til að sjá ykkur í sundi! 

Ábendingagátt