Svæði innan Vallahverfis vegna nýrrar stofnlagnar

Fréttir

Aðal- og deiliskipulagsbreyting

Samkvæmt 2.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010, er auglýst til kynningar lýsing vegna aðal- og deiliskipulagsbreytinga er nær til hluta svæðis innan Vallahverfis vegna nýrrar stofnlagna.

Í aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er ekki gert ráð fyrir þessari stofnlögn og því þarf að gera breytingu á aðalskipulagi samhliða breytingu á deiliskipulagi á svæðinu. Lögnin mun að mestu liggja meðfram núverandi gönguleiðum og vegum fyrir utan þar sem hún fer yfir hverfisverndarsvæði er falla undir Hva9 og Hva8.

Verklýsingin er aðgengileg HÉR

Fundargerð frá íbúafundi 22.ágúst 2019

Íbúafundur 22.ágúst kl. 17 að Norðurhellu 2

Íbúafundur verður haldinn að Norðurhellu 2 þann 22. ágúst frá kl.17:00 – 18:30. Á fundinum verður farið yfir með hvaða hætti fyrirhuguð lögn muni liggja um hverfið og framkvæmdatími verkefnisins. Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér fyrirhugaðar breytingar á skipulagi ásamt þeim framkvæmdum sem áætlað er að hefja á næsta ári 2020.

Ábendingagátt