Svövustund á bókasafni Hafnarfjarðar

Fréttir

Bókasafn Hafnarfjarðar heiðrar Svövu Jakobsdóttur á kvennaárinu.

Bókasafn Hafnarfjarðar heiðrar Svövu Jakobsdóttur á kvennaárinu

Í tilefni af kvennaári býður Bókasafn Hafnarfjarðar til afmælisveislu til heiðurs Svövu Jakobsdóttur, rithöfundi, leikskáldi, alþingiskonu og baráttukonu, þann 4. október kl.13.

Á dagskrá er fræðsluerindi frá bókmenntafræðingnum Sjöfn Asare, sem einnig er hluti af Lestrarklefanum. Hún veitir innsýn í líf og verk Svövu, sem hefur sett djúp spor í íslenska bókmennta- og menningarsögu. Að erindi loknu munu leikkonurnar María Thelma og Bergdís Júlía, frá Spindrift Theatre, lesa valdar smásögur Svövu Jakobsdóttur.

Eftir viðburðinn gefst gestum kostur á að kynna sér hljóðefni, myndbandsupptökur og prentað efni tengt Svövu og hennar áhrifamiklu ferli.

Viðburðurinn er öllum opinn og hluti af hátíðardagskrá bókasafnsins í tilefni kvennaársins 2025.

Hafnarfjörður Library Celebrates Svava Jakobsdóttir on Women’s Year

In celebration of Women’s Year, Hafnarfjörður Municipal Library is hosting a special birthday event in honour of Svava Jakobsdóttir – the acclaimed Icelandic author, playwright, member of parliament, and activist – on October 4th, 13:00.

The program begins with a talk by literary scholar Sjöfn Asare, known from Lestrarklefinn, who will offer insight into Svava’s powerful body of work and her influence on Icelandic literature and society. Following the lecture, actresses María Thelma and Bergdís Júlía from Spindrift Theatre will perform selected readings of Svava’s short stories.

After the event, guests are invited to explore a curated selection of audio, video, and printed material related to Svava Jakobsdóttir and her remarkable legacy.

The event is free and open to the public as part of the Library’s Women’s Year celebrations in 2025.

Ábendingagátt