Syndum saman hringinn í kringum Ísland – landsátak

Fréttir

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi dagana 1. – 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi.

Landsátak í sundi dagana 1. – 28. nóvember 2021 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við
Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi dagana 1. – 28. nóvember
2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri,
bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sund er tilvalin þjálfunaraðferð þar sem sund styrkir hjarta-
og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans. Sund er frábær hreyfing bæði til þess að
hlúa að heilsunni og sem skemmtileg tómstundaiðja. Þetta átak er framhald af
Íþróttaviku Evrópu sem tókst einkar vel í ár. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna
íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu
hreyfingarleysi meðal almennings.

SyndumAtakISund

Sund er frábær hreyfing – tökum þátt!

Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að
hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Munum
eftir því hvað sund er frábært! Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar.
Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá síðan sínar
sundvegalengdir. Þeir sem eiga notendanafn í Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna
geta notað það til að skrá sig inn.

Hversu mörgum hringferðum náum við á þessum dögum?

Syndum saman hringinn í kringum Ísland. Þeir metrar sem syntir
eru safnast saman og á forsíðu www.syndum.is
verður hægt að sjá hversu marga hringi landsmenn hafa synt. Á vefnum www.syndum.is eru allar nánari upplýsingar um
verkefnið auk ýmiss annars fróðleiks og upplýsingum um sundlaugar landsins. Þeir
sem skrá sig og taka þátt geta átt von á að verða dregnir út og vinna veglega
vinninga. 

Sundlaugarnar í Hafnarfirði 

Sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar eru þrjár og hafa þær allar sín sérkenni. Allar upplýsingar um sundlaugarnar í Hafnarfirði, staðsetningu þeirra og opnunartíma  er að finna hér  

Ábendingagátt