Sýning um samvinnuhús í Hafnarfirði

Fréttir

Þessa dagana stendur yfir ljósmyndasýningin 30 samvinnuhús í Hafnarfirði, á planinu þar sem Kaupfélag Hafnfirðinga var á sínum tíma – milli verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar og Pennans. Myndirnar á sýningunni eru einkum af þeim húsum sem í hefur verið samvinnustarfsemi, en sýningin segir um leið sögu samvinnustarfsemi í bænum.

Þessa dagana stendur yfir ljósmyndasýningin 30 samvinnuhús í Hafnarfirði, á planinu þar sem Kaupfélag Hafnfirðinga var á sínum tíma – milli verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar og Pennans. Myndirnar á sýningunni eru einkum af þeim húsum sem í hefur verið samvinnustarfsemi, en sýningin segir um leið sögu samvinnustarfsemi í bænum.

Verkalýðsfélagið Hlíf var mikilvægur gerandi í þessari starfsemi og kemur því mjög við sögu á sýningunni og styrkti uppsetningu hennar auk þess sem sýning hlaut menningarstyrk frá Hafnarfjarðarbæ í október 2019. Byggðasafn Hafnarfjarðar útvegaði aðstandendum sýningar einhverjar af þeim myndum sem prýða sýninguna. Sýningin verður opin út september og aðgangur er ókeypis. Allir áhugasamir eru hvattir til að skoða sýninguna og lesa söguna af textaspjöldunum sem fylgja myndunum. 

Opið fyrir umsóknir í seinni úthlutun menningarstyrkja 2020

Ljósmyndasýningin – 30 samvinnuhús í Hafnarfirði – er eitt þeirra verkefna sem fékk menningarstyrk Hafnarfjarðarbæjar í seinni úthlutun styrkja í október 2019.  Þessa dagana er opið fyrir umsóknir í seinni úthlutun menningarstyrkja ársins 2020.   Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði og skal þeim skilað inn með rafrænum hætti til og með 10. september.  Menningarstyrkirnir hafa það að markmiði að styðja við menningarstarfsemi í samræmi við menningarstefnu bæjarins og styrkja einstaklinga og félagasamtök til lista- og menningarsköpunar.

Ábendingagátt