Sýnum ábyrgð…..líka í sundi í góða veðrinu

Fréttir

Að gefnu tilefni er rétt að árétta, sérstaklega nú þegar sólin skín skært, að sundlaugar Hafnarfjarðar eru enn opnar með takmörkunum og í virku gildi 2ja metra regla milli einstakling á öllum stöðum innan sundlauganna; í sundlaugum, heitum pottum, búningsklefum og alls staðar þar sem fólk kemur saman. 

Að gefnu tilefni er rétt að árétta, sérstaklega nú þegar sólin skín skært, að sundlaugar Hafnarfjarðar eru enn opnar með takmörkunum og í virku gildi 2ja metra regla milli einstakling á öllum stöðum innan sundlauganna; í sundlaugum, heitum pottum, búningsklefum og alls staðar þar sem fólk kemur saman. 

Ásvallalaug og Sundhöll Hafnarfjarðar eru opnar um helgina en með þessum takmörkunum. Suðurbæjarlaug er áfram lokuð vegna framkvæmda. Merkingar um fjöldatakmarkanir og 2ja metra reglu eiga að vera áberandi á laugarsvæði, við potta og gufur. Greitt aðgengi er að sótthreinsunarspritti og snertifletir hreinsaðir reglulega. Hluti skápa í búningsklefum hafa verið teknir úr umferð.

Í Ásvallalaug mega ekki vera fleiri en 100 gestir á hverjum tíma. Gufubaðið er opið en hámarksfjöldi miðast við þrjá gesti í einu.

Í Sundhöll Hafnarfjarðar mega ekki vera fleiri en 32 gestir. Gufubaðsklefar eru okaðir þar sem erfitt er að tryggja fjarlægð vegna smæðar klefanna.

Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin í þessum tölum. Gestir geta fylgst með fjölda í laugunum í rauntíma á vefsíðum sundlauganna.

Við biðlum því til íbúa og vina Hafnarfjarðar að sýna þessu skilning og fara í einu og öllu eftir þeim takmörkunum sem í gildi eru.
Við erum jú öll áfram almannavarnir! 

Ábendingagátt