Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Árlega veitir embætti landlæknis verðlaunin Gulleplið fyrir framúrskarandi heilsueflingarstarf í framhaldsskólum. Verðlaunin eru veitt þeim skóla sem skarar framúr í fyrirfram ákveðnum þætti og í ár var lögð áhersla á skólatengsl. Með skólatengslum er átt við hvernig skólinn getur stutt við jákvæð skólatengsl nemenda. Tækniskólinn fær Gulleplið 2020 og Flensborgarskóli heiðursverðlaun.
Tækniskólinn og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði fengu í dag afhentar viðurkenningar Gulleplisins 2020 fyrir framúrskarandi heilsueflingarstarf í framhaldsskólum. Tækniskólinn fékk Gulleplið sjálft en Flensborgarskólinn heiðursverðlaun fyrir að hafa unnið ötullega að heilsueflingu innan skólans síðustu tíu árin. Það er Embætti landlæknis sem veitir viðurkenningarnar. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, var viðstödd viðurkenningahátíðina og fjallaði í ræðu sinni m.a. um mikilvægi forvarna og þá ekki síst mikilvægi þess að taka vel utan um ungmennin í samfélaginu.
Hafnarfjarðarbær óskar Tækniskólanum og Flensborgarskóla innilega til hamingju með þessar verðskulduðu viðurkenningar og hlakkar til áframhaldandi samstarfs á þessu sviði sem og öllum öðrum.
Meðfylgjandi er tilkynning frá Embætti landlæknis. Tilkynningu í heild má sjá hér
Tækniskólinn fær Gulleplið 2020 og Flensborg heiðursverðlaun
Gullepli Embættis landlæknis 2020 var afhent í 10. sinn við hátíðlega athöfn í Tækniskólanum í Hafnarfirði í dag. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin sem Tækniskólinn hlaut að þessu sinni. Það var samdóma álit dómnefndar að Tækniskólinn stæði öðrum framar með nýjum áherslum er lúta að skólatengslum, þ.e. tengslum nemenda við aðra nemendur og starfsfólk skólans. Í ár voru jafnframt veitt sérstök heiðursverðlaun Gulleplisins og varð það Flensborgarskóli sem hlaut þá viðurkenningu fyrir heildræna innleiðingu heilsueflingar og vasklega framgöngu síðustu 10 árin.
Verðlaunin eru veitt þeim sem skóla sem skarar framúr á fyrirfram ákveðnum þætti í skólastarfi sem í ár var skólatengsl. Skólastjóri Tækniskólans, Hildur Ingvarsdóttir, sagði frá aðgerðum skólans til að efla jákvæð skólatengsl og nefndi m.a. starf skólans með hópum sem teljast vera í krefjandi aðstæðum og nálgunum sem ná til allra óháð aldri og staðsetningu. Skólastjórn skólans hefur lagt áherslu á að efla skólatengsl nemenda með markvissum og áhugaverðum nálgunum undanfarin misseri. Tækniskólinn er stærsti framhaldsskóli landsins með tæplega 2.500 nemendur og er starfandi á 8 mismunandi starfsstöðvum.
Þá voru einnig veitt heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi heilsueflingarstarf í framhaldsskóla við sömu athöfn. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hlaut þau verðlaun en skólinn hefur unnið ötullega að heilsueflingu síðastliðin 10 ár og aldrei látið deigan síga. Með áherslu sinni á heilsueflingu hefur skapast heilsueflandi menning í skólanum sem speglast meðal annars í auknu námsframboði tengdu heilsu og vellíðan og góðu utanumhaldi um nemendur. Þá sögðu skólameistari og nemandi Flensborgarskólans frá nýju og áhugaverðu þróunarverkefni innan skólans, Hámarki, þar sem nemendur fá stuðning og fræðslu til að hámarka heilsu sína og vellíðan.
Alma D. Möller, landlæknir, var með ávarp í byrjun athafnar þar sem hún fjallaði um mikilvægi skólatengsla og vísaði í aðgerðaráætlun stjórnvalda um geðrækt í skólum. Þá var einnig greint frá áherslum Gulleplisins 2021 en þá verður lögð áhersla á hvernig framhaldsskólar styðji við félags- og tilfinningafærni nemenda.
Embætti landlæknis óskar Tækniskólanum og Flensborgarskóla innilega til hamingju með verðlaunin og hvetjum þau ásamt öðrum framhaldsskólum áfram til góðra verka.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…