Takk fyrir göngusumarið 2023!

Fréttir

Undirbúningur fyrir sumargöngurnar 2024 er þegar hafinn enda mikill metnaður lagður í að bjóða upp á fjölbreyttar og áhugaverðar göngur fyrir alla aldurshópa. Við leitum til bæjarbúa eftir hugmyndum að spennandi göngum. Sendu okkur þína hugmynd á netfangið: menning@hafnarfjordur.is

Þúsund þakkir!

Um þúsund glaðbeittir Hafnfirðingar og aðrir gestir tóku þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum göngum fyrir alla aldurshópa í alls konar veðri í sumarið 2023.  Vikulega í 13 vikur, frá með 7. júní til og með 30. ágúst, stóð öllum áhugasömum til boða að taka þátt í skipulögðum menningar- og heilsugöngum Hafnarfjarðabæjar með leiðsögn. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar.

Tilvalið tækifæri til fróðleiks og heilsubótar

Þetta er fimmta sumarið sem Hafnarfjarðarbær stendur fyrir ókeypis menningar- og heilsugöngum sem flestar tóku um klukkustund. Göngur sumarsins voru mjög fjölbreyttar og þar má nefna fjölskyldugöngu á Stórhöfða, miðbæjargöngu, rósagöngu í Höfðaskógi, ævintýraleiðangur í Hellisgerði, álfagöngu og sögu-, hönnunar- og skipulagsgöngu á Víðistaðatúni. Íbúar og gestir fá á þessum göngum ekki aðeins að heyra áhugaverðan fróðleik um bæinn heldur skapa göngurnar einnig tilvalið tækifæri til heilsubótar.

Ert þú með hugmynd að göngu sumarið 2024?

Undirbúningur fyrir næsta sumar er þegar hafinn enda mikill metnaður lagður í að bjóða upp á fjölbreyttar og áhugaverðar göngur fyrir alla aldurshópa. Við leitum til bæjarbúa eftir hugmyndum að spennandi göngum sumarið 2024. Sendu okkur þína hugmynd á netfangið: menning@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt