Takk fyrir vinalega Vetrarhátíð 2023

Fréttir

Söfnin í Hafnarfirði og Ásvallalaug tóku virkan þátt í Vetrarhátíð í Hafnarfirði um nýliðna helgi með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá fyrir alla aldurshópa. Margir nýttu sér lengri opnunartíma safnanna til að anda að sér list, sögu og menningu. Sundlauganótt í Ásvallalaug á laugardagskvöld var einnig mjög vel vel sótt.

Vetrarhátíð fer fram á öllu höfuðborgarsvæðinu fyrstu helgina í febrúar ár hvert

Söfnin í Hafnarfirði og Ásvallalaug tóku virkan þátt í Vetrarhátíð í Hafnarfirði um nýliðna helgi með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá fyrir alla aldurshópa. Veðrið setti örlítið strik í reikninginn á Safnanótt en þrátt fyrir það var nokkuð góð mæting á viðburði safnanna og margir sem nýttu sér lengri opnunartíma til að anda að sér list, sögu og menningu. Sundlauganótt í Ásvallalaug á laugardagskvöld var vel sótt og fjölmargir fylgdust með bíósýningu Kvikmyndasafns Íslands og tóku þátt í bombukeppni um stærstu gusuna.  Vetrarhátíð fer fram á öllu höfuðborgarsvæðinu fyrstu helgina í febrúar ár hvert. Þá sammælast söfn og sundlaugar um að bjóða upp á óhefðbundna, litríka og líflega viðburði og veita gestum nýja sýn á staðina. Hátíðin stendur öllum til boða og er gestum að kostnaðarlausu.

Í Ásvallalaug voru gestir hvattir til að taka þátt í Aqua zumba, bombukeppni og sundbíó á Sundlauganótt.

Í Ásvallalaug voru gestir hvattir til að taka þátt í Aqua zumba, bombukeppni og sundbíó á Sundlauganótt.

Á Bókasafni Hafnarfjarðar voru andlitsmálarar, Blaðrarinn sívinsæli, sögustund og skuggabrúðuleikhús á Safnanótt

Á Bókasafni Hafnarfjarðar voru andlitsmálarar, Blaðrarinn sívinsæli, sögustund og skuggabrúðuleikhús á Safnanótt.

Á Byggðasafni Hafnarfjarðar voru leikarar á sveimi, Annríki með sýningu á munum sínum auk þess sem tónlistarhópurinn Klassík hélt tónleika á Safnanótt

Á Byggðasafni Hafnarfjarðar voru leikarar á sveimi, Annríki með sýningu á munum sínum auk þess sem tónlistarhópurinn Klassík hélt tónleika á Safnanótt.

Í Hafnarborg var verki eftir listakonuna Þórdísi Erlu Zoëga varpað á gafl Hafnarborgar, Sunna Gunnlaugs Trio kom fram á síðdegistónleikum og Anna Rós Lárusdóttir bauð upp á jógastund fyrir alla innan um skúlptúra listakonunnar Sóleyjar Eiríksdóttur á Safnanótt.

Í Hafnarborg var verki eftir listakonuna Þórdísi Erlu Zoëga varpað á gafl Hafnarborgar, síðdegistónleikar og jógastund innan um skúlptúra listakonunnar Sóleyjar Eiríksdóttur á Safnanótt.

Hvað ætlar þú að gera um helgina?

Opið er í sund í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug fyrir sundþyrsta, Byggðasafn frá kl. 11-17 laugardag og sunnudag, Hafnarborg frá kl. 12-17 laugardag og sunnudag og Bókasafn Hafnarfjarðar frá kl. 11-15 laugardag.  Frítt er inn á söfn sveitarfélagsins og í sundlaugar fyrir börn 17 ára og yngri og eldra fólk.

Heilsubærinn Hafnarfjörður er vinalegur bær og hefur haldið heimilislegu yfirbragði sínu og hlýleika, samhliða því að byggt hefur verið upp fjölbreytt verslun og þjónusta. Í dag má finna fjölda kaffihúsa og veitingastaða um allan bæ sem öll búa yfir sínum sjarma og sérstöðu. Vikulegir viðburðir og skemmtanir sýna svo fjölbreytileikann sem ríkir í menningarlífi bæjarins. Þar spila Bæjarbíó, Gaflaraleikhúsið og Leikfélag Hafnarfjarðar stórt hlutverk ásamt Byggðasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg og Bókasafni Hafnarfjarðar.

Fjölmargir Hafnfirðingar búa við þann munað að vera með Helgafellið, Hvaleyrarvatn, Ásfjallið og Ástjörn í bakgarðinum hjá sér. Fyrir aðra íbúa leynast þessar perlur rétt við bæjarmörkin. Áhugaverðir staðir í Hafnarfirði – Áhugaverðir staðir | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Góða helgi!

Ábendingagátt