Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Síðustu fjóra áratugina hefur útsending og streymi funda bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verið í höndum hins fjölhæfa Halldórs Árna Sveinssonar ritstjóra og eiganda netsamfelags.is. Halldór Árni streymdi sínum síðasta fundi fyrir bæjarstjórn þann 20. desember síðastliðinn.
Síðustu fjóra áratugina hefur útsending og streymi funda bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verið í höndum hins fjölhæfa Halldórs Árna Sveinssonar ritstjóra og eiganda netsamfelags.is. Halldór Árni streymdi sínum síðasta fundi miðvikudaginn 20. desember síðastliðinn og í dag miðvikudaginn 17. janúar er fyrsti fundur streymis hjá hafnfirska fyrirtækinu RecMedia sem tekið hefur við keflinu. Bæjarstjórnarfundir eru haldnir annan hvern miðvikudag kl. 14 í Hafnarborg.
Á síðasta fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á árinu 2023, sem jafnframt var síðasti fundur Halldórs Árna, voru honum færðar góðar og miklar þakkir fyrir samstarfið, samfylgdina og vel unnin störf síðustu áratugina. Þakkirnar fluttu hvorutveggja Kristinn Andersen, forseti bæjarstjórnar, og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri en Halldór Árni hefur setið fleiri fundi en nokkur annar bæjarfulltrúi eða íbúi í Hafnarfirði.
Vegferð Halldórs Árna fyrir Hafnarfjarðarbæ hófst fyrir rétt um 40 árum síðan á 75 ára afmæli bæjarins árið þar sem hann sá um fyrstu hafnfirsku útvarpsútsendinguna og fékk Halldór Árni fjórða leyfið sem veitt var á Íslandi til útvarpsútsendinga eftir að einkaleyfi Ríkisútvarpsins var afnumið. Útsendingin varð kveikjan að því sem síðar varð Útvarp Hafnarfjarðar. Fyrsta útsending bæjarstjórnarfundar var í upphafi árs 1988 þar sem fjárhagsáætlun fyrir starfsárið var samþykkt. Reglubundin útsending bæjarstjórnarfunda í útvarpi hófst ári síðar og er óhætt að segja að þessi aukna miðlun og nýja snerting við bæjarbúa hafi markað tímamót í sögu sveitarfélagsins og var umfjöllun um málefni líðandi stundar með þessu færð nær hafnfirsku samfélagi. Útsendingar í útvarpi áttu sér stað til aldamóta þegar enn frekari þróun og tilraunir með útsendingar í beinu sjónvarpsstreymi frá Hafnarborg hófust fyrir tilstuðlan Halldórs Árna og nemenda hans í fjölmiðladeild Flensborgarskóla.
Halldóri Árna er margt til lista lagt og hefur hann með margvíslegum hætti bæði sett sitt mark á bæjarlífið í Hafnarfirði og skjalfestingu þess. Halldór Árni hefur yfirleitt verið fyrsti maður á staðinn við hina ýmsu fagnaði og hátíðarhöld og eftir hann liggur stórt og mikið safn um sögulega atburði Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbæjar í máli og myndum. Halldór Árni er menntaður myndlistarmaður og auglýsingateiknari og hefur hann tekið þátt í samsýningum og haldið fjölda málverkasýninga, nú síðast í apríl 2023 í Litla Galleríi á Strandgötunni. Sú sýning bar yfirskriftina Heim í Hafnarfjörð.
Takk Halldór Árni fyrir óeigingjarnt, ómetanlegt og faglegt framlag þitt til miðlunar og skjalfestingar mannlífs og málefna líðandi stundar í bænum okkar. Umfram allt takk fyrir samstarfið og vináttuna.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.