Takk Odda fyrir faglegt starf í 42 ár

Fréttir

Oddfríður Jónsdóttir, betur þekkt sem Odda í Arnarbergi kveður vinnustaðinn sinn, Hafnarfjarðarbæ, eftir 42ja ár starfsferil sem hún hefur helgað leikskólastarfi. Odda útskrifaðist sem fóstra úr Fósturskóla Íslands og hóf störf hjá Hafnarfjarðarbæ árið 1980 í leikskólanum Arnarbergi sem hún hefur stýrt með einstökum drifkrafti og fagmennsku til fjölda ára.

Oddfríður Jónsdóttir, betur þekkt sem Odda í Arnarbergi kveður vinnustaðinn sinn, Hafnarfjarðarbæ, eftir 42ja ár starfsferil sem hún hefur helgað leikskólastarfi.

Jákvæðni, framsýni og lausnarmiðað hugarfar

Odda útskrifaðist sem fóstra úr Fósturskóla Íslands og hóf störf hjá Hafnarfjarðarbæ árið 1980 í leikskólanum Arnarbergi sem hún hefur stýrt með einstökum drifkrafti og fagmennsku til fjölda ára. Á þessum tíma hefur leikskólastarf tekið umtalsverðum breytingum sem Odda hefur mætt af jákvæðni, framsýni og lausnarmiðuðu hugarfari. Hún hefur stutt vel við og hvatt starfsfólk til að efla sig faglega og sækja sér menntun til að vaxa í starfi og efla leikskólastarfið enn frekar.

Oddfríður Jónsdóttir kveður Hafnarfjarðarbæ eftir 42ja ár starfsferil sem hún hefur helgað leikskólastarfi.

Oddfríður Jónsdóttir kveður Hafnarfjarðarbæ eftir 42 ár helguð leikskólastarfi. Takk Odda!

Takk fyrir faglega framtíðarsýn og samstarf um áratuga skeið

Odda hefur verið farið fyrir mörgum verkefnum í gegnum tíðina sem miða að því að þróa og efla leikskólastarf og má þar nefna að Arnarberg er forystuskóli í læsishvetjandi umhverfi. Odda hefur alltaf verið áhugasöm um að afla sér sí- og endurmenntunar og lauk bæði diplómanámi í sérkennslu og stjórnun við Háskóla Íslands. Hafnarfjarðarbær kveður Oddu með virktum og þakkar henni það öfluga starf sem hún hefur farið fyrir í leikskólanum Arnarbergi og þeirri faglegu framtíðarsýn sem hún skilur þar eftir. Það eru án efa fjölmörg börn á öllum aldri sem þekkja til Oddu, hennar starfa og glaðlegu og góðu nærveru.

Takk Odda!

Ábendingagátt