Takk Rósa – Kveður eftir nærri 20 ár í bæjarmálum

Fréttir

Rósa Guðbjartsdóttir fyrrum bæjarstjóri bæjarfulltrúi til nærri 20 ára hefur kvatt sviðið sem bæjarfulltrúi okkar Hafnfirðinga til nærri tveggja áratuga.

Fulltrúi okkar bæjarbúa í nær tvo áratugi

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi hefur setið sinn síðasta bæjarráðsfund og kvatt sviðið sem bæjarfulltrúi okkar Hafnfirðinga til nærri tveggja áratuga. 400 fundir að baki í bæjarráði og 350 í bæjarstjórn. Handtök Rósu sjást víða um bæ.

„Það sem ég er einna stoltust af eftir störfin í bæjarstjórn er einmitt hve Hafnarfjörður hefur komist „rækilega á kortið“ undanfarin ár sem líflegur bær þar sem blómleg menning og fjölbreytt afþreying er fyrir hendi og dregur fólk í miðbæinn okkar fallega,“ segir hún á Facebook-síðu sinni við þetta tilefni.

„Það hefur verið keppikefli að auka möguleika til að njóta í miðbænum og styrkja hann í því skyni, fyrir íbúa og gesti Hafnarfjarðar,“ sagði Rósa. Lifandi Bæjarbíó, Jólabærinn, Hjarta Hafnarfjarðar og viðburðir sem draga að tugþúsundir.

„Fyrir mér hefur líka verið mjög mikilvægt að snyrta og fegra bæinn, öll smáatriði skipta máli í þeim efnum,“ segir hún og Hafnarfjörður er gullfallegur.

Rósa er alkunn bæjarmálum hér í Hafnarfirði. Hún tók sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar árið 2006, varð formaður bæjarráðs 2014 og bæjarstjóri 2018 til ársloka 2024. Hún var aftur formaður bæjarráðs síðasta spölinn. Hún situr nú á Alþingi okkar landsmanna. Hún var varaþingmaður Sjálfstæðismanna á árunum 2007 til 2009 og sat þá um nokkurra mánaða skeið á þingi. Hún hefur látið til sín taka í ýmsum félagsmálum.

Já, þessi Hafnfirðingur, sem ólst upp í Norðurbænum, hefur svo sannarlega sett mark sitt á bæinn og við segjum eitt stórt TAKK Rósa.

Við óskum þér velfarnaðar í störfum þínum.

Ábendingagátt