Hættir eftir áratuga starf

Fréttir

Haustið 1961 byrjuðu yfir 200 sjö til átta ára börn í Öldutúnsskóla. Haukur Helgason var ráðinn skólastjóri og með honum fjórir kennarar.

Haustið 1961 byrjuðu yfir 200 sjö til átta ára börn í Öldutúnsskóla. Haukur Helgason var ráðinn skólastjóri og með honum fjórir kennarar. Þeirra á meðal var Sigríður Þorgeirsdóttir eða Stella eins og hún er yfirleitt kölluð. Síðasti vinnudagurinn hennar var á skólaslitum miðvikudaginn 10.06. en þá tók hún við þakklætisvotti frá samstarfsmönnum. Stella hefur kennt við Öldutúnsskóla í rúmlega 50 ár, geri aðrir betur.

Við þökkum Stellu kærlega fyrir gott og gefandi samstarf í gegnum árin og óskum henni alls hins besta í framtíðinni.

Ábendingagátt