Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa og vini Hafnarfjarðar til að taka virkan þátt í „Til fyrirmyndar“ hvatningarátakinu sem stendur yfir dagana 17. – 30. júní. Átakið er tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni í tilefni þess að þann 29. júní nk. verða 40 ár síðan Frú Vigdís var kjörin forseti Íslands.
Þessi flotti útskriftarhópur frá leikskólanum Arnarbergi heimsótti bæjarstjóra í vikunni og af því tilefni var smellt í myndatöku við flotta TAKK vegginn í Hafnarfirði.
Á þessum merku og fallegu tímamótum er verðugt að staldra við, huga að því sem vel er gert og þakka þeim sem hafa verið til fyrirmyndar á einn eða annan hátt. Dagana 17. til 30. júní eru landsmenn allir hvattir til að senda handskrifaða eða rafræna kveðju til fjölskyldu, vina, vinnustaða, félagasamtaka eða annarra sem bréfritarar vilja þakka fyrir að vera til fyrirmyndar. Hvatningarátakið hófst á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní og var þá póstkorti dreift í 75.000 eintökum með aldreifingu á Morgunblaðinu. Á vefnum www.tilfyrirmyndar.is er hægt að nálgast allar upplýsingar um átakið og sækja rafrænar myndir sem hægt er að deila á samfélagsmiðlum. Einnig er þar hægt að nálgast rafræn eintök af bréfsefninu á fjölmörgum tungumálum, bæði til sendingar og útprentunar sem er vel viðeigandi enda hefur Vigdís alla tíð lagt mikla rækt við tungumál og menningu.
TAKK veggur í Hafnarfirði – taktu mynd og deildu með öðrum
Landsmenn og þar með Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í hvatningarátakinu með því að deila myndum á samfélagsmiðlum með áherslu á Instagram og Facebook undir merkjunum: @tilfyrirmyndar og #tilfyrirmyndar. Fallegur Takk veggur hefur verið málaður á gaflinn á húsinu að Strandgötu 4, í miðbæ Hafnarfjarðar og blasir veggurinn við öllum þeim sem leið eiga um Strandgötuna og um Reykjavíkurveginn.
Við hvetjum ykkur til að skella ykkur í myndaferð í miðbæinn, smella af mynd og birta undir merkjunum @tilfyrirmyndar og #tilfyrirmyndar og leggja þannig verðugu og fallegu átaki lið og þakka á sama tíma þeim sem hafa verið til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.
Félagsskapur Karla í skúrnum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…