Takmarkanir á þjónustu sundlauga í samkomubanni

Fréttir

Í dag 31. júlí á hádegi taka gildi hertar aðgerðir vegna Covid-19 sem standa í í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Þessar aðgerðir hafa í för með sér breytingar á ýmissi þjónustu sveitarfélagsins m.a. í sundlaugum.

Í dag 31. júlí á hádegi taka gildi hertar aðgerðir vegna Covid-19 sem standa í í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Þessar aðgerðir hafa í för með sér breytingar á ýmissi þjónustu sveitarfélagsins m.a. í sundlaugum.

Helstu aðgerðir stjórnvalda fela m.a. í sér:

  • Takmörkun á fjölda sem kemur saman miðast við 100 einstaklinga. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin.
  • Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi verði viðhöfð sú regla að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga.

Sundlaugar og líkamsrækt

Ásvallalaug og Sundhöll Hafnarfjarðar verða opnar með takmörkunum. Opið er í báðum laugum um verslunarmannahelgina og opnunartímar að öðru leyti óbreyttir. Suðurbæjarlaug er áfram lokuð vegna framkvæmda.

Merkingar um fjöldatakmarkanir og 2ja metra reglu verða áberandi á laugarsvæði, við potta og gufur. Greitt aðgengi verður að sótthreinsunarspritti og snertifletir hreinsaðir reglulega. Hluti skápa í búningsklefum verða teknir úr umferð.

Í Ásvallalaug mega ekki vera fleiri en 100 gestir á hverjum tíma. Gufubaðið verður opið en hámarksfjöldi miðast við þrjá gesti í einu.

Í Sundhöll Hafnarfjarðar mega ekki vera fleiri en 32 gestir. Gufubaðsklefar verða lokaðir þar sem erfitt er að tryggja fjarlægð vegna smæðar klefanna.

Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin í þessum tölum. Gestir geta fylgst með fjölda í laugunum í rauntíma á vefsíðum sundlauganna.

Lokað verður í líkamsræktarstöðinni Reebok Fitness í Ásvallalaug fram á þriðjudag. Gestir eru hvattir til að fylgjast með nánari tilkynningum um opnunartíma á vef Reebok .

Gym heilsa í Suðurbæjarlaug verður opin en margvíslegar ráðstafanir gerðar til að tryggja sóttvarnir og 2ja metra regluna.

Staðan verður metin dag frá degi á líkamsræktarstöðvum og gestir hvattir til að fylgjast með á vefsvæðum og Facebook síðum stöðvanna.

Ábendingagátt