Taktu þátt í Gleðigöngunni með Hafnarfjarðarbæ

Fréttir

Öll eru velkomin í Gleðigönguna undir merkjum Hafnarfjarðarbæjar. Bærinn verður með eigin bíl í göngunni og fagnar fjölbreytileikanum með ykkur öllum sem viljið taka þátt.

Hinsegin Hafnarfjörður fyrir betri bæjarbrag

Frábært tækifæri hefur skapast að ganga í Gleðigöngu ársins með Hafnarfjarðarbæ. Eina sem þarf er að mæta við Hallgrímskirkju, finna hafnfirska hópinn og fagna frelsinu saman.

Hafnarfjarðarbær verður með bíl í göngunni í ár. Stefnt er að því að hún verði með litríkasta móti. Með okkur í ár ganga víkingar og álfar. Bíllinn verður svo skreyttur hjarta bæjarins. Já, gangan er ákall um litríkara samfélag.

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga og Hafnarfjarðarbær fagnar fjölbreytileikanum svo sannarlega, enda gefur fjölbreytnin tækifæri á enn frekari framförum.

 

❤️🧡💛💚💙💜

 

  • Gangan fer fram laugardaginn 9. ágúst kl. 14.
  • Mæting fyrir framan Hallgrímskirkju kl. 13.
  • Þar verður hægt að fá bol og skraut og sameinast frábærum hópi til að fagna saman fjölbreytileikanum.

Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa, starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og öll áhugasöm til að fjölmenna og taka þátt í göngunni undir merkjum Hafnarfjarðarbæjar.

 

❤️🧡💛💚💙💜

 

Frelsi til að elska. Frelsi til að vera.

Frelsi til að blómstra. Frelsi til að fagna.

 

❤️🧡💛💚💙💜

 

Taktu þátt í því með okkur!

Ábendingagátt