Teboð fyrir bæjarstjórn

Fréttir

Ungmennaráð Hafnarfjarðar hélt teboð fyrir bæjarstjóra og bæjarstjórn fyrir bæjarstjórnarfund á miðvikudaginn. Í teboði voru viðraðar þær tillögur sem komu fram á Ungmennaþingi 2017 ásamt því að ræða um stöðu ungs fólks í Hafnarfirði. Tillögur verða kynntar með formlegum hætti fyrir bæjarstjórn í byrjun júní.

Ungmennaráð Hafnarfjarðar hélt teboð fyrir bæjarstjóra og bæjarstjórn fyrir bæjarstjórnarfund á miðvikudaginn. Í teboði voru viðraðar þær tillögur sem komu fram á Ungmennaþingi 2017 ásamt því að ræða um stöðu ungs fólks í Hafnarfirði en Ungmennaráð hélt ungmennaþingið í lok janúar undir yfirskriftinni: Nýtt ár! Nýr Hafnarfjörður. Markmið með teboði var að fá betri tilfinningu fyrir þeim hugmyndum sem fram komu á þinginu, ræða möguleika þeirra og leiðir með það fyrir augum að vinna þær betur áður en hugmyndir verða formlega lagðar fyrir bæjarstjórn og í framhaldinu fjölbreytt ráð Hafnarfjarðarbæjar. Formleg kynning á tillögur og hugmyndum fer fram í Hafnarborg í byrjun júní.

Í urðu þrjú umræðuefni sérstaklega fyrir valinu: Skólamál, forvarnir og skipulag/umhverfi og að lokum félagslíf og menning. Meðfylgjandi eru hugmyndir sem fram komu á þingi hafnfirskra ungmenna og verið er að ræða og ramma betur inn fyrir frekari kynning.

Forvarnir og umhverfi

  • fleiri ruslatunnur
  • kolefnisskattur á stóriðju
  • skólabíll
  • eitthvað fyrir unglingadeildina
  • fyrirlestrar. Fólk sem kemur og fræðir okkur (kynlíf, fíkniefni)
  • hjúkka að gefa smokka frítt
  • hafa lokaður ruslatunnur inná KVK klósettum til að setja dömubindi og túrtappa
  • hafa dömubindi og túrtappa til staðar
  • fá skólahreystibraut á skólalóðina
  • láta bæði kynin vera saman í smiðjum
  • meira námsefni sem byggist á persónulegum skoðunum frekar en staðreyndum
  • tala meira um kvíða og þunglyndi. Fá einhvern sem hefur reynslu til að koma í skólana
  • wi-fi í strætó
  • tala meira um kynþroskaskeiðið!
  • hafa meiri smokkafræðslu
  • henda í ruslið!
  • fyrirlestrar um forvarnir
  • frí dömubindi og túrtappar á almenningsbaðherbergi
  • frí dömubindi, túrtappa og smokka!
  • dömubinda og túrtappa sjálfsali
  • fría smokka
  • frí dömubindi í alla skóla. Karfa af dömubindum, túrtappasjálfsali, túrkort, 10 kr
  • tala meira um kvíða og þunglyndi við krakkana
  • lokaðir básar á skólaklósett
  • skautasvell bakvið fjörðinn
  • láta leiðir 43 og 44 ganga lengur. Tala við Strætó
  • fleiri strætó stoppistöðvar á holtið
  • vantar fleiri ljósastaura

 

Skólamál

  • hollari matur í skólanum
  • að hafa ávaxtabar í frímínútum
  • hvíldartími
  • hætta með Skólaask
  • læra meira í tölvum
  • nýja bolta
  • Ipadar í skólann
  • hvíldarstund
  • mega spila tónlist í frímínútum/mat
  • betri stóla
  • minna heimanám
  • uppfæra klósettin
  • betra félagslíf í skólum
  • gera eitthvað varðandi plássleysi í Hraunvallarskóla
  • betri sófa í Lækjó
  • skólasund val eftir 8. bekk
  •  færri próf ! Fleiri verkefni !
  • sjálfsvörn kennd í skóla
  • farið betur yfir prófefni !
  • þægilegri sófa
  • fjölbreyttari salatbar
  • betri kennsla í tímum
  • tónlistargerð sem val
  • grunnskólar kenni það sem þarf, actually að nota í lífinu. T.d. að versla í matinn
  • hætta með a,b,c kerfið. Einkunnir frekar
  • fjölbreyttari skólaíþróttir
  • fleiri ferðalög
  • betri aðstaða fyrir unglinga í Hraunvallaskóla
  • vera með tyggjó í tíma
  • bekki fyrir utan stofur svo við þurfum ekki að sitja á gólfinu

 

Félagslíf og menning

  • skólarnir gera meira saman
  • skemmtilegar ferðir með öðrum skólum
  • fara í Sirkus Íslands
  • betri borðtennisborð + spaða og kúlur
  • fleiri böll
  • lækka verð á strætómiðum
  • hærri laun fyrir unglinga
  • ódýrara í strætó og sund
  • bæta samgöngur í Bláfjöllum
  • fleiri stoppistöðvar í Hvömmunum
  • gera fleiri rampa fyrir hjólabretti
  • fara á Hvaleyrarvatn árlega til að grilla
  • fara í skíðaferðalag
  • skautasvell í Hafnarfirði
  • fleiri viðburði
  • sápurennibraut á sumrin
  • betri böll
  • hvað er ást
  • rampa fyrir hjóla og hjólabretti
  • kvikmynda, listgreinar, klúbbar, skólagreinar
  • bíó í Hafnarfjörð

 

Ábendingagátt