Teitur Jónasson tekur við akstrinum í Hafnarfirði

Fréttir

Rútufyrirtækið Teitur Jónasson sinnir allri akstursþjónstu fyrir eldra fólk og íbúa með fötlun í Hafnarfirði frá 1. júlí. Þótt Teitur taki við þarf ekki að hafa áhyggjur af þegar pöntuðum ferðum, því áætlanirnar standa.

Hafnarfjarðarbær fjölgar ferðum í akstursþjónustunni

Rútufyrirtækið Teitur Jónasson ehf. sinnir allri akstursþjónustu fyrir eldra fólk og fólk með fötlun í Hafnarfirði frá 1. júlí eftir að hafa haft betur í útboði um þjónustuna. Hægt verður að panta og afpanta stakar og fastar ferðir í síma 515-2720 og á netfanginu ferd@teitur.is.

Opnunartími þjónustuvers er frá kl. 08:00 til 16:00 á virkum dögum og verður fyrirkomulag pantana með sama hætti og áður en hjá nýjum þjónustuaðila.  

Pantaðar ferðir standa

Þau sem hafa pantað ferðir fram í tímann hjá núverandi þjónustuaðila, Hópbílum, þurfa ekki að gera það aftur hjá nýjum þjónustuaðila, en hægt er að senda póst eftir 30. júní á ferd@teitur.is og fá staðfestingu á bókuðum ferðum.

Eins og sagt hefur verið frá hefur ferðum á vegum akstursþjónustu bæjarins fyrir eldra fólk verið fjölgað úr 8 í 16 á mánuði í Hafnarfirði. Þau sem vilja fjölga ferðum geta sent inn umsókn á mínar síður á vef Hafnarfjarðarbæjar. Einnig má skila umsóknum á eyðublaði sem nálgast má í Þjónustuveri á Strandgötu 6.

Ný verðskrá fyrir eldra fólkið

Fyrir þau sem eldri eru, er vert að vita að nýjar reglur tóku gildi 15. maí 2024. Þeim fylgir ný gjaldskrá  frá 1. júlí sem er tekjutengd. Ferðin kostar sama og almennt strætófargjald eða 1100 krónur. Miðað er við að hærra gjaldið sé greitt fyrir einstaklinga sem hafa frá 382.240 krónur á mánuði en 621.142 krónur fyrir hjón. Fyrir lægri upphæðina má senda afrit af skattframtali á netfangið akstur@hafnarfjordur.is, eða skila því í þjónustuverið á Strandgötu 6. Þá má fylla út nýja umsókn á vefnum og láta það fylgja með. Verðið er óbreytt fyrir fólk með fötlun.

Sjá fyrri frétt hér.

Já, þetta eru nýir tímar með fleiri ferðum og hvetjum við öll til að nýta þær!

Ábendingagátt