Farsæld barna
Öll börn undir 18 ára aldri og fjölskyldur þeirra hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barna eftir því sem þörf krefur.
Brúin
Í leik- og grunnskólum eru sérstök brúarteymi þar sem unnið er í sameiningu að því að auka farsæld barna og fjölskyldna þeirra.
Brúin er verklag sem eflir stuðning og þjónustu við börn í leik- og grunnskólum sem glíma við áskoranir. Áherslan er á að veita stigskipta þjónustu eins fljótt og hægt er.
Verklag Brúarinnar er nú í endurskoðun í takt við lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Reynslan af Brúnni
Hafnarfjörður byrjaði að þróa Brúna haustið 2018. Skólaárið 2020–21 voru allir leik- og grunnskólar orðnir þátttakendur í þróun verklagsins. Með Brúnni var nálguninni breytt gagnvart þjónustu við börn og fjölskyldur hjá bænum. Nú starfar fjölskyldu- og skólaþjónusta Hafnarfjarðar eftir verklagi Brúarinnar auk þess sem þjónusta við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og BUGL er samþætt. Þetta tryggir heildrænni nálgun á stuðning við börn og fjölskyldur.
Viðhorfskannanir hafa sýnt að starfsfólk er ánægt með skýrt verklag Brúarinnar og finnst að markviss samvinna og þjónusta væri að nýtast vel. Foreldrar telja einnig að stuðningurinn sem þau fengu í gegnum brúarteymin gagnist fjölskyldunni vel.