Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í leik- og grunnskólum eru sérstök brúarteymi þar sem unnið er í sameiningu til að auka farsæld barna og fjölskyldna þeirra.
Brúin er verklag sem eflir stuðning og þjónustu við börn í leik- og grunnskólum sem glíma við áskoranir. Áherslan er að veita stigskipta þjónustu eins fljótt og hægt er. Á fyrsta stigi eru vægari úrræði virkjuð, á hærri stigum eru markvissari úrræði virkjuð og þverfagleg samvinna sett í gang.
Í brúarteymum situr fagfólk á vegum skólans, ásamt ráðgjöfum frá fjölskyldu- og barnamálasviði og mennta- og lýðheilsusvið. Brúarteymið kortleggur stöðu barnsins og leitar sameiginlegra lausna til að styðja við barnið og fjölskyldu. Nám, hegðun, þroski og líðan barnsins eru rædd með samþykki foreldra og hentug úrræði virkjuð til að bregðast sem fyrst við erfiðleikum eða aðstæðum barnsins. Í leikskólum eru samráðsteymi virkjuð, í grunnskólum nemendaverndaráð.
Ef barninu þínu vantar aðstoð eru brúarteymi til staðar fyrir ykkur. Best er að tala við umsjónarkennara barnsins í grunnskóla eða deildarstjórann í leikskóla.
Brúin aðstoðar til dæmis við:
Hafnarfjörður byrjaði að þróa Brúna haustið 2018. Skólaárið 2020–2021 voru allir leik- og grunnskólar orðnir þátttakendur í þróun verklagsins. Með Brúnni var nálguninni breytt gagnvart þjónustu við börn og fjölskyldur hjá bænum. Nú starfa bæði fjölskyldu- og barnamálasvið og mennta- og lýðheilsusvið Hafnarfjarðar eftir verklagi Brúarinnar auk þess sem þjónusta við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og BUGL er samþætt. Þetta tryggir heildrænni nálgun á stuðning við börn og fjölskyldur.
Viðhorfskannanir hafa sýnt að starfsfólk er ánægt með skýrt verklag Brúarinnar og finnst að markviss samvinna og þjónusta frá Fjölskyldu- og barnamálasviði og Mennta- og lýðheilsusviði væri að nýtast vel. Foreldrar telja stuðninginn sem þau fengu í gegnum brúarteymin gagnast fjölskyldunni vel.
Var efnið hjálplegt?