Þakklæti á jólum – jólahugvekja bæjarstjóra 2021

Fréttir

Nú er daginn tekið að lengja á ný og brátt mun birtan verða ríkjandi. Fyrir það getum við verið þakklát. Jafnframt er gott að staldra við og þakka fyrir það sem við höfum. Þakka fyrir heilsuna, fjölskylduna, vinina og hvað það er sem lýsir upp tilveru okkar. Þakka fyrir alla litlu hlutina, hlýja samveru eða einföldu stundirnar sem færa okkur sanna gleði og ekki fást metnar til fjár. Á sama tíma og hugur okkar er hjá þeim sem eiga í erfiðleikum, eru veikir, sakna náinna ástvina eða finnst jólahátíðin erfiður tími af öðrum ástæðum.

Þakklæti
á jólum – jólahugvekja bæjarstjóra 2021


þegar jólahátíðin er að ganga í garð með allri sinni dýrð tökumst við enn og
aftur á við krefjandi áskoranir vegna heimsfaraldurs, bæði sem einstaklingar
og samfélag. Jólin verða hjá mörgum með öðru sniði en gert hafði verið ráð
fyrir og skulum við reyna að hugsa til þess að senn sjái fyrir endann á
faraldrinum.

Birtan
veitir von


er daginn tekið að lengja á ný og brátt mun birtan verða ríkjandi. Fyrir það
getum við verið þakklát. Jafnframt er gott að staldra við og þakka fyrir
það sem við höfum. Þakka fyrir heilsuna, fjölskylduna, vinina og hvað það er
sem lýsir upp tilveru okkar. Þakka fyrir alla litlu hlutina, hlýja samveru eða
einföldu stundirnar sem færa okkur sanna gleði og ekki fást metnar til fjár. Á
sama tíma og hugur okkar er hjá þeim sem eiga í erfiðleikum, eru veikir, sakna náinna
ástvina eða finnst jólahátíðin erfiður tími af öðrum ástæðum.

Besta
gjöfin

Með
því að sýna samhug og gefa af okkur leggjum við okkar af mörkum til að bæta líf
okkar sjálfra og náungans. Það er góð tilfinning að finna að maður hafi
gert gagn eða getað glatt einhvern í amstri hversdagsins. Jafnvel eitt lítið
bros, einlægt og verðskuldað hrós eða falleg orð eru gjafir sem flestir þiggja
með þökkum; gjafir sem allir geta veitt.

Jólaljósin
lýsa upp tilveruna

Hér
í Hafnarfirði höfum við á aðventunni lagt áherslu á falleg jólaljósin
sem aldrei fyrr. Við höfum aukið möguleika til afþreyingar með ævintýralandi í
Hellisgerði og skautasvelli í miðbænum. Viðtökurnar hafa sannfært okkur um og
sýnt hve einfaldleikinn er oft bestur. Að geta rölt um í aðdraganda jóla og
upplifað ljúfa stemningu sem af ljósunum hlýst veitir mörgum gleði og ánægju.
Samhliða aukinni umferð fólks eykst ásókn í kaffi- og veitingahús, verslanir og
menningarhúsin. Blómlegt mannlíf í miðbænum styrkir bæinn allan og gerir hann
einstakan.

Nýtt
ár og ný tækifæri

Við
áramót ríkir jafnan eftirvænting og við hugleiðum hvað nýja árið muni bera í
skauti sér. Einnig lítum við til baka og gerum upp árið sem er að líða. Full
auðmýktar vil ég þakka fyrir samstarf og samveru á árinu sem er að líða,
sérstaklega starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar sem hefur lagt mikið á sig til að halda
þjónustu og starfsemi bæjarins gangandi við óvenjulegar aðstæður. Með jákvæðni
og bjartsýni í farteskinu eru okkur allir vegir færir. Ég óska ykkur öllum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Rósa Guðbjartsdóttir
bæjarstjóri 

Ábendingagátt