Þakklætisvottur frá bæjarlistamanni

Fréttir

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2020, Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur, kom færandi hendi á fund leikskólastjóra á dögunum og færði öllum deildum leikskóla Hafnarfjarðar bókagjöf, samtals 170 bækur. 

Bæjarlistamaður
Hafnarfjarðar 2020, Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur, kom færandi
hendi á fund leikskólastjóra á dögunum og færði öllum deildum leikskóla
Hafnarfjarðar bókagjöf, samtals 170 bækur. Það er einlæg ósk bæjarlistamannsins
að bókagjafirnar verði upphaf eða áframhald á veglegu bókasafni inn á hverri
deild leikskólanna.

Mynd2thakklaeti

Tvær bækur að gjöf inn á allar deildir leikskóla Hafnarfjarðar 

Bókagjöf bæjarlistamannsins inniheldur tvær bækur. Önnur
bókin er Næturdýrin en henni fylgir ljúf tónlist eftir Ragnheiði Gröndal. Bókin
fjallar um systkinin Lúna og Nóa sem vita fátt skemmtilegra ern að leika sér
saman og það líka á nóttunni. Með hjálp prófessorsins Dagbjarts uppgötva þau
hið stórskemmtilega draumaland þar sem þau geta hoppað og skoppað í skýjaborgum
en samt vaknað úthvíld. Hin bókin Ró er eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur með
vatnslitamyndum eftir Bergrúnu Írisi bæjarlistamann. Ró inniheldur einfaldar æfingar fyrir krakka
og fullorðna til að kalla fram slökun og innri ró og byggir bókin á margra ára

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2020 var afhjúpaður síðasta
vetrardag þann 24. apríl síðastliðinn. Bergrún Íris, barnabókahöfundur og
teiknari, hefur á undanförnum árum hefur getið sér gott orð fyrir bækur sínar,
bæði hér heima og erlendis og þá ekki síst fyrir lifandi, einlægar og
heiðarlegar sögur og ævintýri sem taka á meðal annars á umhverfinu og hversdagslífinu.

Hafnarfjarðarbær þakkar Bergrúnu Írisi innilega fyrir
fallega og veglega gjöf til leikskólanna!

Sjá tilkynningu um bæjarlistamann Hafnarfjarðar 2020 

Ábendingagátt