Þátttaka í Björtum dögum

Fréttir

Viltu taka þátt í Björtum dögum?  Menningarhátíðin, sem haldin verður dagana 20. – 24. apríl, byggir á þátttöku samfélagsins í að skapa viðburði og taka virkan þátt.  

Menningarhátíðin Bjartir dagar verður haldin dagana
20.-24. apríl næstkomandi. Bjartir dagar er þátttökuhátíð og byggir á því
að stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar taki þátt í að skapa
viðburði sem tengjast hátíðinni eða taki þátt í þeim dagskrárliðum sem aðrir
skipuleggja.

Viltu taka þátt í Björtum dögum?

Þessa dagana er verið að setja saman dagskrá hátíðar. Við hvetjum alla áhugasama til að leggja höfuðið í bleyti og koma með hugmyndir. Það getur verið eitthvað sem hefð er fyrir
og er nú þegar á dagskrá eða eitthvað alveg nýtt, eitthvað risastórt eða minna
í sniðum, eitthvað fyrir börn eða eitthvað fyrir fullorðna en allavega eitthvað
sem hvetur bæjarbúa til virkrar þátttöku. 
Bjartir dagar geta komið eitthvað að
kostnaði en þá þarf að senda strax inn beiðni um fjárframlag.

Allir áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Andra Ómarsson, verkefnastjóra Bjarta daga fyrir 4. apríl: andriom@hafnarfjordur.is    

Dagskrá verður gefin út 8. apríl.

Ábendingagátt