Þegar þú segir GAMAN segjum við FRÍSTUND!

Fréttir

Fyrirmyndir sem hvetja og leiðbeina í gegnum leik, samveru og sköpun. Hafnarfjarðarbær óskar eftir hressum og frábærum fyrirmyndum á öllum aldri í starf skóla- og frístundaliða við grunnskóla Hafnarfjarðar. Starfið hefur forvarnar-, uppeldis og menntunargildi og er áhersla lögð á hvatningu og virkni með jákvæðri leiðsögn.

Fyrirmyndir sem hvetja og leiðbeina í gegnum leik, samveru og sköpun

Hafnarfjarðarbær óskar eftir hressum og frábærum fyrirmyndum
á öllum aldri í starf skóla- og frístundaliða við grunnskóla Hafnarfjarðar. Starfið
hefur forvarnar-, uppeldis og menntunargildi og er áhersla lögð á hvatningu og
virkni með jákvæðri leiðsögn. Fullt starf og hlutastarf í boði fyrir aðila sem
búa yfir fjölbreyttri hæfni og áhuga á að vinna með börnum og ungmennum.

IMG_5974Þessi og mörg fleiri til koma að skipulagi og framkvæmd frístunda- og félagsstarfs í Hafnarfirði. Frábær hópur sem starfað hefur hjá sveitarfélaginu til fjölda ára og menntað sig í faginu.   

Hvað segir starfsfólkið sjálft um starfið:

„Mögulega skemmtilegasta starf í heimi“
„Á hverjum degi fær maður tækifæri til að leika
sér í vinnunni“
„Frábærar samræður við litla spekinga kalla fram
bros og hlýtt í hjartað“
„Börn eru svo einlæg og hreinskilin“
„Samvera með börnum er ákveðin núllstilling og
jarðtenging“
„Börnin kunna njóta og skemmta sér“
„Það er góð tilfinning að geta verið til staðar,
leiðbeint og haft áhrif“
„Litlu hlutirnir skipta oft mestu máli. Smá auka
og óvænt veitir ómælda gleði“
„Gefandi, spennandi, krefjandi og skemmtilegt
starfsumhverfi. Þetta getur varla verið betra“
„Yndislegt að fylgjast með börnum upplifa og
læra nýja hluti í lífinu og tilverunni“
„Forréttindi fólgin í því að feta fyrstu skrefin
með þeim sem marka svo framtíðina“
„Í gegnum starfið eignumst við unga vini og oft
aðdáendur til framtíðar“
„Það er gefandi og góð tilfinning að sjá krakkana
þroskast og blómstra í sínu“


Komdu að starfa með okkur!

Frístundaheimilin í Hafnarfirði eru í boði fyrir börn í
1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Hlutverk þeirra er
að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur
með m.a. hópastarfi, smiðjum, útiveru og vali. Markmið frístundaheimilanna er
að hvert barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju,
öryggi og virðingu.

Við erum að ráða

Ábendingagátt