Þekkir þú framúrskarandi ungan Íslending?

Fréttir

Veist þú um einhvern einstakling á aldrinum 18- 40 ára í þínu nærumhverfi sem á skilið viðurkenningu fyrir sitt ötula starf?  Opið er fyrir tilnefningar á www.framurskarandi.is og síðasti dagur til að tilnefna er 10 nóvember. Sérstök dómnefnd fer svo yfir tilnefningar og velur 10 framúrskarandi einstaklinga sem hljóta viðurkenningu.

Þekkir þú einhvern sem á skilið tilnefningu?

Veist þú um einhvern einstakling á aldrinum 18- 40 ára í þínu nærumhverfi sem á skilið viðurkenningu fyrir sitt ötula starf? Einhver sem er að takast við krefjandi og athyglisverð verkefni? Einhver sem hefur skarað framúr á sínu sviði, verið góð fyrirmynd og gefið af sér til samfélagsins. Því ekki að tilnefna viðkomandi og aldrei að vita hvort sá hin sami bætist í góðan hóp af framúrskarandi fólki. Verðlaun JCI á Íslandi eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni.

Tilnefnt er í eftirfarandi tíu flokkum:

  1. Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði.
  2. Störf á sviði stjórnmála, ríkismála og/eða lögfræði.
  3. Leiðtogar/afrek á sviði menntamála.
  4. Störf /afrek á sviði menningar.
  5. Störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála.
  6. Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.
  7. Störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála.
  8. Störf á sviði tækni og vísinda.
  9. Einstaklingssigrar og/eða afrek.
  10. Störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði.

Frestur til tilnefninga er 10. nóvember

Opið er fyrir tilnefningar á www.framurskarandi.is og síðasti dagur til að tilnefna er 10 nóvember. Sérstök dómnefnd fer svo yfir tilnefningar og velur 10 framúrskarandi einstaklinga sem hljóta viðurkenningu. Einn þessara einstaklinga hlýtur svo verðlaunin Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024, sem forseti Íslands Halla Tómasdóttir veitir við hátíðlega athöfn þann 4. desember næstkomandi. Í Sykursalnum í Grósku.

Heiðrum ungt fólk

Með þessum viðburði erum við að heiðra ungt fólk á aldrinum 18-40 ára, fyrir það sem þau eru að gera. Þau eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks, sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. Samfélaginu og okkur öllum til góðs. Þetta unga fólk kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni.

Nánari upplýsingar veitir Margrét Helga Gunnarsdóttir, verkefnastjóri framúrskarandi ungra Íslendinga 2024 hjá JCI í gegnum netfangið: framurskarandi@framurskarandi.is 

Ábendingagátt