Þemavika tónlistarskólanna

Fréttir

Þjóðlöndin í Hafnarfirði er þema vikunnar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, viku sem einkennist af óhefðbundinni hljóðfærakennslu og  samspili fjölmargra hópa. Dagur tónlistarskólanna er haldinn hátíðlegur 13. febrúar.

Í dag hefst þemavika í Tónlistarskólanum. Þema vikunnar er þjóðlöndin
í Hafnarfirði. Öll hefðbundin hljóðfærakennsla víkur að mestu þessa vikuna  og þess í stað stofnaðir fjölmargir samspilshópar sem leika tónlist frá
flestum þeim þjóðlöndum sem margir íbúar í Hafnarfirði eiga uppruna sinn frá. Á föstudaginn koma elstu nemendur leikskólanna  í heimsókn í Tónlistarskólann og hlusta
á nemendur leika á hljóðfærin sín.

Dagur tónlistarskólanna

Dagur tónlistarskólanna er haldinn hátíðlegur þann 13. febrúar ár hvert, nú næstkomandi laugardag.  Á Degi tónlistarskólanna er
föst hefð að byrja kl. 10.00 með hljóðfærakynningu í Hásölum fyrir nemendur í
Forskóla II. Að lokinni hljóðfærakynningu  gefst nemendum og foreldrum
kostur á að fara í stofur og hitta þar kennara sem sýna hljóðfærin betur
og segja frá helstu atriðum í náminu á viðkomandi hljóðfæri. Frá kl. 13.00 og fram eftir
degi verða fjölmargir tónleikar haldnir á Torginu í skólanum og í Hásölum þar sem
afrakstur þemavikunnar verður í boði. 

Allir hjartanlega velkomnir!

Ábendingagátt