Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Nýverið fór fram Grunnskólahátíð Hafnarfjarðar, þar sem um það bil 800 unglingar mættu, dönsuðu og skemmtu sér án nokkurra vandkvæða og voru til mikillar fyrirmyndar. Sara Pálmadóttir og Sigmar Ingi Sigurgeirsson verkefnastjórar hátíðarinnar, eru einnig deildarstjórar tveggja af níu (með NÚ) tómstundamiðstöðva grunnskólanna í Hafnarfirði.
Nýverið fór fram Grunnskólahátíð Hafnarfjarðar, þar sem um það bil 800 unglingar mættu, dönsuðu og skemmtu sér án nokkurra vandkvæða og voru til mikillar fyrirmyndar. Sara Pálmadóttir og Sigmar Ingi Sigurgeirsson verkefnastjórar hátíðarinnar, eru einnig deildarstjórar tveggja af níu (með NÚ) tómstundamiðstöðva grunnskólanna í Hafnarfirði. Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti þau á dögunum og spjallaði um hátíðina.
Sara og Sigmar byrjuðu undirbúning hátíðarinnar í lok nóvember með því að hitta alla formenn og varaformenn nemendafélaga grunnskólanna og spyrja hvernig þau sæju fyrir sér hátíðina. „Það eru þau sem ráða þessu. Við verðum við óskum þeirra eftir bestu getu og leiðbeinum með það sem þarf, t.d. með þema, DJ, tónlistaratriði og slíkt. Fyrir þeim skiptir t.d. liturinn á armbandinu miklu máli og þau vilja ekki lengur hafa happdrætti á miðju balli. Þetta gengur fyrst og fremst út á samvinnu. „Við látum þau alveg vita hvað tónlistarmenn taka fyrir að mæta svo að þau átti sig á kostnaðinum,“ segir Sara.
Sara hefur starfað í Mosanum, félagsmiðstöð Hraunvallaskóla, síðan árið 2011 og Sigmar er á sínu 10. ári við ýmis störf tengd félagsmálum í bænum, núna í Vitanum í gamla Lækjarskóla. „Ástæðan fyrir því að við störfum við þetta er að þetta er skemmtilegt. Við höfum fylgt þessum krökkum frá 1. og upp í 9. og 10. bekk,“ segir Sigmar. Sara bætir við að það sé líka kostur að mæta í vinnuna og vita ekkert hvernig dagurinn verður. „Það skiptir máli að hafa ofan fyrir krökkunum, það er mikið forvarnargildi í að þau mæti. Við erum dugleg með alls kyns fræðslu og leggjum mikið á okkur til að fá krakka til okkar sem eru ekki í íþróttum eða öðrum áhugamálum.“
Tveir til fjórir stórir sameiginlegir viðburðir skólanna eru á mánuði yfir árið, auk viðburða í tengslum við Samfés; Stíll hönnunarkeppni, leiktækjakeppni, söngkeppni, danskeppni og rafíþróttamót. „Það er mjög góð mæting öll kvöld í félagsmiðstöðvarnar og unglingar eru tilbúnir að taka þátt í öllu sem er á dagskrá,“ segir Sara og Sigmar bætir við að þau séu líka mjög dugleg að koma með hugmyndir. „Þeim finnst sameiginlegir viðburðir félagsmiðstöðvanna vera skemmtilegir, t.d. ball fyrir póstnúmerin 220 og 221 og svo erum við dugleg að heimsækja aðrar félagsmiðstöðvar. Kannski mæta 50 unglingar á opnunarball í einum skóla en 200 manns í göngutúr kringum Hvaleyrarvatn.“
Sara og Sigmar eru sammála um að það sé gefandi að fylgjast með krökkum blómstra í félagsstarfi, tengjast og efla félagslegan þroska. „Það er svo gaman að fylgjast með þeim gera góða hluti þegar þau eru farin frá okkur, eins og t.d. Króli [Kristinn Óli Haraldsson söngvari], sem var formaður nemendaráðs í Hraunvallaskóla. Í Setbergsskóla eru þau til dæmis með „Wall of Fame“ til að hampa fyrrum nemendum,“ segir Sara og rifjar upp aðspurð að mest gefandi séu stundir þegar krakkar sýna þakklæti, knús og hlýju fyrir bara eitthvað smáræði, eins og að bjóða upp á popp í frístund; „Sara, þetta er besti dagurinn í lífinu!
Viðtal við þau Söru og Sigmar birtist í Hafnfirðingi 24. febrúar
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…